Auglýsing

Rúmlega 70 einstaklingar tóku þátt í því að fegra umhverfið við Hlíðarendavöll hjá Golfklúbbi Skagafjarðar á umhverfisdegi FISK sem fram fór í Skagafirði þann 4. maí s.l.

Í tilkynningu frá GSS kemur fram að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og styðja við íþróttafélögin í Skagafirði. Í ár greiddi FISK Seafood 12.000 kr. á hvern einstakling sem tók þátt, inn á reikning þess íþróttafélags/deildar sem þáttakandi óskar.

Yfir 70 manns skráðu sig til leiks fyrir GSS og fegruðu Hlíðarendavöll og nærumhverfi á Nöfunum ofan við Sauðárkrók milli kl. 10 og 12. Að því loknu var haldið á hafnarsvæðið þar sem FISK bauð upp á veitingar: fiskisúpu, pylsur, bakkelsi og fleira. Þátttakendur voru alls hátt í 1000 manns í firðinum fagra.

Völlurinn er ekki orðinn spilfær en félagar nutu göngunnar og sáu fyrir sér draumahögg komandi sumars.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ