/

Deildu:

Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir fór upp um 63 sæti á heimslista áhugakylfinga í þessari viku en hún sigraði á Summit League Women’s Champion háskólamótinu sem fram fór dagana 21.-23. apríl. Það var fyrsti sigur hennar á háskólamóti í Bandaríkjunum en Íslandsmeistarinn frá árinu 2021 leikur með Denver háskólaliðinu. Hulda Clara, sem er í GKG, er í sæti nr. 381 á heimslistanum en það er besti árangur hennar fram til þessa.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2022 og Evrópumeistari unglinga 2022, er í sæti nr. 344 á heimslistanum en hún hefur farið hæst í sæti nr. 234 á þessum lista. Perla Sól keppir fyrir GR en hún hefur samið við eitt sterkasta háskólaliðið í bandaríska kvennagolfinu , LSU , frá og með haustinu 2025.

Andrea Bergsdóttir, sem keppir með Colarado háskólanum er í sæti nr. 232 á þessum lista. Hún sigraði á sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum nýverið en mótið sem hún vann var mjög sterkt. Hún fór upp um 279 sæti eftir sigurinn en aldrei áður hefur íslensk kona fengið jafnmörg stig eftir sigur á móti fyrir áhugakylfinga.

Nánar hér á heimslistanum: www.wagr.com

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ