Auglýsing

Kylfingar sem tengjast íslenskum golfklúbbum hafa náð góðum árangri á þessu tímabili á Next Golf Tour mótaröðinni sem er mótaröð á vegum TrackMan. Alls hafa um 20 keppendur frá Íslandi tekið þátt á mótaröðinni á þessu tímabili.

Mótaröðin nýtur vinsælda og keppendum fjölgar jafnt og þétt. Atvinnukylfingar geta unnið sér inn veglegt verðlaunafé en áhugakylfingar geta tekið þátt.

Lokamótið fór fram dagana 7.-16. mars. Þar var leikið á The Concession Golf Club og heildarverðlaunaféð var um 14 milljónir kr. Aðeins 100 efstu á stigalistanum voru með keppnisrétt á lokamótinu. Bjarki Pétursson, Sigurður Arnar Garðarsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Aron Bergsson, Nick Carlson og Aron Snær Júlíusson tóku allir þátt á því móti.

Smelltu hér fyrir lokastöðuna í lokamótinu:

Sigurður Arnar varð jafn í öðru sæti á lokamótinu, þar sem hann lék á 65 höggum eða -7. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum, Jordan Weber frá Bandaríkjunum, sem lék á 63 höggum (-9). Sigurður Arnar fær tæplega 2,5 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur. Ekki er búið að uppfæra peningalista mótaraðarinnar.

Sigurður Arnar var í 7. sæti fyrir lokamótið og ætti að vera á meðal 5 efstu þegar listinn verður uppfærður. Hann fékk rúmlega 5,5 milljónir kr. í verðlaunafé á tímabilinu. Hann deildi öðru sætinu á fimmta móti tímabilsins og hann varð í 5. sæti á öðru móti tímabilsins. Sigurður Arnar endaði í 6. sæti á þessari mótaröð í fyrra – þar sem hann sigraði á einu móti.

Stigalistinn er hér í heild sinni:

Nick Carlsson varð jafn í 22. sæti á 69 höggum (-3) á lokamótinu. Bjarki Pétursson varð jafn í 30. sæti á 70 höggum (-2), Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð jafn í 49. sæti á 73 höggum (+1), Ragnar Már Garðarsson og Aron Snær Júlíusson deildu 66. sætinu ásamt fleiri kylfingum sem léku á 75 höggum (+3).

Efsti kylfingurinn á stigalistanum fær keppnisrétt á þremur mótum á Challenge Tour atvinnumótaröðinni – sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Þar að auki fær stigameistarinn boð um að taka þátt á einu móti á DP World Tour atvinnumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Alls tóku um 1500 keppendur þátt á á mótum tímabilsins og heildarverðlaunaféð nam um 170 milljónum kr. Keppendur gátu tekið þátt hvar sem er í veröldinni – og léku allir keppendur við sömu aðstæður í Trackman – golfhermi. Keppt var í höggleik án forgjafar.

Alls voru 7 mót á dagskrá. Keppt er í einum flokki þar sem að konur – og karlar leika af mismunandi teigum í hverju móti fyrir sig.

Þetta er annað tímabilið þar sem að kylfingar víðsvegar um veröldina geta keppt yfir vetrartímann í innigolfaðstöðum sem bjóða upp á Trackman golfherma.

Stigalistinn er hér í heild sinni:

Nick Carlson, sem keppir fyrir hönd Golfklúbbs Mosfellsbæjar, sigraði á sjötta móti tímabilsins – þar sem hann fékk rúmlega 7 milljónir kr. í verðlaunafé. Carlson sló í því móti eitt af höggum ársins – en þar setti hann boltann ofaní af um 260 metra færi eftir að hafa slegið upphafshöggið í torfæru. Nick endaði í efsta sæti stigalistans. Carlson var í efsta sæti peningalistans fyrir lokamótið.

Hægt er að sjá höggið hér:

Bjarki Pétursson, GKG, var í 9. sæti á peningalistans eftir 6 mót. Bjarki hefur fengið tæplega 3,3 milljónir ísl. kr. í verðlaunafé. Borgnesingurinn varð í öðru sæti á móti sem fór fram dagana 4.-14. janúar á þessu ári þar sem hann var hársbreidd frá sigri. Fyrir annað sætið fékk Bjarki tæplega 2 milljónir kr. Hann varð í fimmta sæti á einu móti og fékk fyrir það rúmlega 630.000 ísl. kr.

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, var í 7. sæti á peningalistanum fyrir lokamótið. Hann hefur fengið rétt rúmlega 3 milljónir kr. í verðlaunafé á tímabilinu. Hann deildi öðru sætinu á fimmta móti tímabilsins og hann varð í 5. sæti á öðru móti tímabilsins. Sigurður Arnar endaði í 6. sæti á þessari mótaröð í fyrra – þar sem hann sigraði á einu móti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var í 25. sæti peningalistans fyrir lokamótið. Hann hefur leikið á einu móti þar sem hann varð jafn í fjórða sæti – og fékk hann rúmlega eina milljón kr. fyrir árangurinn í verðlaunafé.

Aron Bergsson var í 34. sæti á peningalistanum fyrir lokamótið – hann hefur leikið á þremur mótum og varð í fjórða sæti á fyrsta móti tímabilsins þar sem hann fékk um 630.000 kr. í verðlaunafé. Aron er uppalinn í Svíþjóð en hann hefur undir merkjum GKG á Íslandsmótinu í golfi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ