/

Deildu:

Auglýsing

Sex íslenskir kylfingar á aldrinum 17-23 ára hófu keppni þriðjudaginn 23. janúar á 1st Octagonal Match mótinu sem fram fer á Costa Ballena á Spáni.

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Spáni og Englandi í riðli. Í hinum riðlinum eru Ítalía, Finnland og Tékkland en þjálfari Tékka er Staffan Johansson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.

Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ er með kylfingunum á Costa Ballena. Fyrri viðureign dagsins gegn Þýskalandi er fjórmenningur (foursome) en síðari leikurinn er tvímenningur. Fjór­menn­ing­ur er leik­inn þannig að tveir kepp­end­ur eru sam­an í liði og slá þeir einn bolta til skipt­is. Kepp­end­ur slá upp­hafs­högg­in til skipt­is, óháð því hvaða kylf­ing­ur púttaði síðast á flöt. Betra skor hvers liðs á hverri holu tel­ur í holu­keppni á milli liða.

Íslenska liðið er þannig skipað: Henning Darri Þórðarson (GK), Vikar Jónasson (GK).
Tumi Hrafn Kúld (GA), Hlynur Bergsson (GKG), Hákon Örn Magnússon (GR) og Jóhannes Guðmundsson (GR).

Ísland tapaði gegn 5.5-3.5 gegn Þýskalandi í fyrstu umferðinni. Næsti leikur er gegn Englendingum.

Nánar um mótið hér: 

 


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ