Valdís Þóra Jónsdóttir á Sanya meistaramótinu 2017.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir mun keppa á fjórum mótum í Ástralíu og einu móti í Suður-Afríku á næstu vikum á LET Evrópumótaröðinni, sem er sterkasta mótaröð Evrópu.

Fyrsta mótið hjá Valdísi í þessari keppnistörn er Oates Vic Open mótið á 13. th. Beach Club Links vellinum. Mótið hefst 1. febrúar 2018. Það mót er áhugavert þar sem það fer fram samhliða móti á Evrópumótaröð karla og er verðlaunaféð jafnhátt hjá konum og körlum.

Valdís Þóra lék á þessu móti í fyrra og endaði í 51. sæti á -1 samtals.

Annað mót ársins hjá Valdísi er Actewagl Canberra Classic mótið sem fram fer á Royl Canberra vellinum. Það mót hefst 9. febrúar og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum.

Þriðja mótið í Ástralíu hjá Valdísi fer fram á Bonville vellinum og heitir það Australian Classic Bonville mótið. Það hefst 22. febrúar og því lýkur 25. febrúar þar sem leiknar verða 72 holur á fjórum dögum.

Fjórða mótið í þessari Ástralíu keppnistörn fer fram 1. -4. mars , NSW Womens Open. Það fer fram á Coffs vellinum.

Frá Ástralíu fer Valdís til Suður-Afríku þar sem keppt verður á Investec mótinu sem fram fer á Atlantic Beach Country vellinum. Það mót hefst 8. mars og því lýkur 10. mars.

Keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar er enn í mótun og er ekki búið að gefa út keppnisdagskrá fyrir mótin sem fram fara í Evrópu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ