Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil á LPGA mótaröðinni. Fyrsta mótið fer fram í lok janúar á Bahamas og þar verður Ólafía Þórunn á meðal keppenda. Ólafía Þórunn er mest að vinna í stutta spilinu og púttunum um þessar mundir.

Þjálfari hennar, Derrick Moore, er með í för ásamt Jussi Pitkanen afreksstjóra GSÍ og Baldri Gunnbjörnssyni sjúkraþjálfara – sem er í fagteymi GSÍ.

Derrick Moore hefur starfað um margra ára skeið hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann hefur þrívegis verið kjörinn þjálfari ársins hjá PGA samtökunum á Íslandi, 2011, 2015 og 2016.

Jussi Pitkanen er afreksstjóri GSÍ og hefur hann m.a. farið í gegnum leikskipulag með Ólafíu og Derrick í þessari ferð í Bandaríkjunum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ