/

Deildu:

Auglýsing

Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir lítilsháttar hagnaði á árinu en hagnaður ársins varð tæpar 30 milljónir króna. Tekjur frá samstarfsaðilum jukust á milli ára og tekjur af félagagjöldum hækkuðu umtalsvert vegna mikillar fjölgunar iðkenda.

Heildarvelta sambandsins var tæpar 200 milljónir króna, samanborið við 169 milljónir króna árið 2020.

Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma, en aldrei lægra en 40 milljónir króna, til að tryggja að hægt sé að mæta óvæntum áföllum.

Þetta markmið náðist árið 2019 og í dag er eigið fé sambandsins um 89 milljónir króna, sem er 52% af heildargjöldum sambandsins á árinu.

Þar með er ljóst að eigið fé sambandsins er orðið umtalsvert umfram markmið. Ástæðuna fyrir þessari eignasöfnun má rekja til óvissuþátta í tengslum við heimsfaraldur, fjölgun iðkenda og auknar tekjur frá Íslenskri getspá. Hefur þetta, ásamt hagnaði síðasta árs, orðið til þess að safnast hefur upp fé umfram áætlanir.

Það er hvorki markmið golfsambandsins að vera rekið með miklum hagnaði né að safna umtalsverðu fé og af þeim sökum er mikilvægt að verja fénu í brýn verkefni svo hægt sé að lækka eigið fé sambandsins. Slíkt hefur óhjákvæmilega í för með sér taprekstur næstu árin en sambandið er vel í stakk búið til að takast á við það.

Þá gerir áætlun GSÍ ráð fyrir að rekstur verði neikvæður á rekstrarárinu 2022 að fjárhæð 8.293 þús.kr. og 6.339 þús.kr. árið 2023.

Launakostnaði er skipt niður á málaflokka á grundvelli reynslu og mats starfsmanna um notkun vinnutíma á málaflokka.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ