Auglýsing

Eftir að Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að íþróttahreyfingin myndi aðlaga sig að þeim reglum sem settar hafa verið hefur Golfsamband Íslands fengið samþykktar reglur um ástundun golfleiks á Íslandi.

Við biðjum ykkur vinsamlega um að kynna ykkur reglurnar og að framfylgja þeim.

Reglurnar eru nú þegar í gildi.

Golfiðkun – Almennar reglur og varúðarráðstafanir vegna COVID-19

Gildistími

Reglur þessar gilda frá 14. ágúst til miðnættis 27. ágúst í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðuneytis, dags. 12. ágúst sl., og minnisblað sóttvarnarlæknis um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Minnisblað viðbragðshóps GSÍ frá 4. maí er enn í gildi. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar.

Markmið

Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð á æfingum og keppni verði með þeim hætti að hægt sé að halda úti íþróttastarfi á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.

Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina.

Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur (iðkendur, starfsmenn félaga og allt annað aðstoðarfólk) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að lágmarka smit til annarra, ef einstaklingur innan félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir.

Mikilvægt er að öllum iðkendum og aðstoðarfólki sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti.

Þessar reglur sem hér eru settar ná til keppnissvæða, æfingaaðstöðu, búningsaðstöðu, ferðalaga og síðast en ekki síst til mikilvægi almennrar aðgæslu allra þátttakenda sem fæddir eru fyrir árið 2004.

Reglur þessar fela í sér aðskilnað hópa eftir því sem nauðsyn krefur t.d. leikmanna/þjálfara frá almennum starfsmönnum félaga og ítarlegri aðskilnað fjölmiðla frá öðrum þátttakendum. Auk þess fela þessar ráðstafanir í sér ítarlegri leiðbeiningar um almenna sótthreinsun búningsklefa og búnaðar sem notaður er í keppni og á æfingum en áður hefur verið hér á landi.

Jafnframt er hér fjallað um ráðstafanir sem nauðsynlegar eru varðandi fjarlægðarmörk innan einstakra hópa, t.d. leikmanna, þjálfara og dómara. Sérstaklega er kveðið á um hámarksfjölda starfsfólks nauðsynlegra þjónustuaðila, t.d. starfsmenn mannvirkja, starfsmenn leikja og starfsmenn fjölmiðla.

Leikmaður sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en leikmaður getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum. Aðrir leikmenn og starfsmenn hlutaðeigandi félags geta þurft að fara í sóttkví í allt að 14 daga.

Aldur

Reglurnar taka til fullorðinna fædda 2004 og fyrr þ.e. þeirra sem komnir eru af grunnskólaaldri.

Börn og ungmenni fædd 2005 og síðar falla ekki undir þessar reglur en fullorðnir þurfa að virða nálægðarmörk gagnvart börnum og ungmennum.

Fjarlægðarviðmið

Einungis er heimilt að hafa nánd á milli þátttakenda á keppnisvelli/æfingavelli. Viðhafa skal 2 metra fjarlægðarregluna eftir því sem kostur er á keppnisvelli/æfingavelli, en án undantekninga á öllum öðrum svæðum en á keppnisvelli/æfingavelli fyrir ótengdra aðila. Aðilar frá sama heimili þurfa ekki að virða tveggja metra regluna.

Reglur vegna æfinga

● Eingöngu leikmenn og þjálfarar hafa aðgang að æfingum, nefndir hér þátttakendur. Þjálfarar skulu virða tveggja metra regluna við aðra þátttakendur ella nota andlitsgrímu ef

nauðsynlega er ekki hægt að virða fjarlægðarmörkin.

● Búningsklefar eru ekki notaðir heldur koma þátttakendur klæddir og tilbúnir til æfinga. Einnig skulu þátttakendur hafa með sér drykkjarföng (óheimilt að deila drykkjarföngum) og annan búnað s.s. bolta, miðunarstangir, keilur o.s.frv. og skal slíkur búnaður aðeins notaður fyrir hvern æfingahóp. Leikmenn skulu mæta með eigin bolta til pútt- og vippæfinga.

● Ef nauðsyn ber að nota búningsklefa skal virða tveggja metra fjarlægðarregluna.

● Boltar á æfingasvæði (e. driving range) skulu sótthreinsaðir á milli notkunar í sérstökum boltahreinsivélum.

● Félögin skulu tryggja að þátttakendur hittist ekki á milli æfinga tveggja hópa, annað hvort með nægjanlegu tímabili á milli æfinga eða með nota mismunandi inn- og útganga úr æfingasölum.

● Starfsmenn íþróttamannvirkja skulu ekki vera inni í sal á æfingatíma, sé um inniæfingar að ræða. Sé það nauðsynlegt skulu þeir án undantekninga nota andlitsgrímu og halda tveggja metra fjarlægð frá þátttakendum.

● Liðsfundir skulu fara fram í sal á æfingatíma eða með fjarfundarbúnaði. Ef nauðsynlegt er að nýta fundaraðstöðu skal fara að almennum reglum um tveggja metra fjarlægð milli aðila.

● Þátttakendur skulu spritta hendur fyrir og eftir æfingar. Sameiginlegir snertifletir skulu sótthreinsaðir á milli æfinga og/eða funda. Fækka skal sameiginlegum snertiflötum á æfingasvæðum eins og hægt er, t.d. bekkjum, stólum og öðru slíku.

● Hvert félag skal sjá til þess að leikmenn fylgi sóttvarnarreglum til hins ítrasta og skal skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa til þeirra starfa. Það er á hans ábyrgð að spritt og annar búnaður til hreinsunar sé á staðnum, upplýsa þátttakendur um reglurnar og tryggja að þeim sé fylgt.

Reglur vegna mótahalds

● Þátttakendur og starfsmenn móta skulu spritta hendur við komuna á golfvallarsvæðið. Þá skulu þeir jafnframt spritta hendur þegar þeir yfirgefa golfvallarsvæðið.

● Áhorfendur eru ekki leyfðir.

● Setja skal sérstakar staðarreglur sem banna snertingu flaggstanga. Holubotnar skulu útbúnir þannig að auðvelt sé að sækja bolta ofan í holu án þess að snerta innra byrði holunnar.

Mælst er með því að notast verði við sérútbúna svamphólka í þessu skyni.

● Hrífur skulu fjarlægðar úr glompum. Glompur verða ýmist teknar úr leik eða í þeim verða leyfðar færslur.

● Viðhafa skal tveggja metra fjarlægðarregluna eftir því sem kostur er á keppnisvellinum, en án undantekninga á öðrum svæðum.

● Þátttakendur skulu ekki skiptast á skorkortum fyrir eða eftir keppni. Notast skal við rafræna skráningu skora þegar því verður við komið. Að öðrum kosti skulu þátttakendur ganga frá afhendingu skorkorta að loknum golfhring þannig að kortin skipti ekki um hendur við starfsmenn mótsins.

● Dómarar og starfsmenn móta skulu bera andlitsgrímur ef ekki er unnt að virða fjarlægðarreglur.

● Þátttakendur skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu.

● Þurfi fleiri en einn ráshópur að bíða á teig skulu seinni ráshópar halda sig fjarri teignum og viðhalda 2 metra fjarlægðarreglunni á meðan beðið er.

Áhorfendur

Samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis eru engir áhorfendur leyfðir til og 27. ágúst kl. 23:59 eða þar til annað verður ákveðið. Sérstakar reglur um áhorfendasvæði verða settar þegar áhorfendabanni verður aflétt.

Daglegt líf

Ef okkur á að takast að halda áfram íþróttaiðkun þurfum við að sameinast um að þátttakendur í íþróttinni lágmarki aðra þætti daglegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu. Iðkendur, þjálfarar, dómarar og annað aðstoðarfólk skal því lágmarka samskipti við aðra eins og kostur er.

Þetta á sérstaklega við um iðkendur. Í þessu felst m.a. að þessir aðilar ættu almennt að forðast fjölmenna staði eins og veislur, verslanir, veitingastaði, kvikmyndahús, skemmtistaði, bari o.s.frv.

Iðkendur ættu að kynna sér reglur um heimkomusmitgát og sóttkví í heimahúsi og fylgja þeim eins og hægt er til að vernda fjölskyldur sínar, vinnufélaga og aðra leikmenn. Þeir sem geta unnið í fjarvinnu að fullu eða að hluta ættu að ræða við vinnuveitendur sína um slíkt

fyrirkomulag.

Iðkendur, þjálfari, dómari eða annað aðstoðarfólk sem á erindi á fjölmenna staði skal ávallt halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum einstaklingum og bera andlitsgrímu ef það er ekki hægt.

Iðkendur, þjálfarar, dómarar og annað aðstoðarfólk skal gæta að almennum sóttvörnum (2 metra regla, handþvottur og sótthreinsun) á heimilum sínum, á vinnustað og hvar sem þeir eru á meðal fólks. Ef einstaklingur innan heimilis þessara aðila fær einhver einkenni sem bent geta til

COVID-19 ætti viðkomandi án tafar að einangra sig þar til framkvæmt hefur verið veirupróf og niðurstaða liggur fyrir. Ekki skal mæta á heilbrigðisstofnun heldur hringja á undan í heilsugæslu en á Læknavakt utan dagvinnutíma (1700), láta vita og gera ráðstafanir fyrir sýnatöku.

Leikmaður sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en að leikmaður getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum. Aðrir leikmenn og starfsmenn hlutaðeigandi félags geta þurft að fara í sóttkví í allt að 14 daga.

Minnum á einstaklingsbundnar smitvarnir, frekari upplýsingar á Covid.is

Einkenni COVID-19:

Ef leikmaður eða annar einstaklingur innan félags, eða fjölskyldur þeirra, fær einkenni sem geta bent til

COVID-19:

● Hiti

● Hósti

● Andþyngsli

● Hálssærindi

● Slappleiki

● Bein- og vöðvaverkir

● Skyndileg breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni

● Viðkomandi skal halda sig heima og alls ekki mæta á æfingasvæði eða leikvang

● Hafa skal samband við heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall á heilsuvera.is eða við Læknavaktina í síma 1700 svo unnt sé að framkvæma próf fyrir COVID-19 án tafar.

● Það er mjög mikilvægt að fara ekki í eigin persónu á heilsugæslu eða Læknavaktina án þess að hringja fyrst.

● Heilbrigðisstarfsfólk veitir ráðleggingar um næstu skref

Sóttvarnarfulltrúi og sóttvarnaraðgerðir

Hvert félag skal skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem nefndar eru í þessu skjali. Það er jafnframt á ábyrgð sóttvarnarfulltrúa að tryggja að allir aðilar viðkomandi félagsins séu meðvitaðir um þessar reglur. Sóttvarnarfulltrúi skal tryggja að iðkendur, þjálfarar og allir annað aðstoðarfólk og starfsmenn þekki til almennra

sóttvarnaraðgerða og að þeim sé fylgt. Sóttvarnarfulltrúi ber einnig ábyrgð á því að allir fyrrnefndir aðilar þekki til helstu einkenna COVID-19. Iðkandi eða aðstoðarfólk, sem finnur fyrir einkennum, er óheimilt að umgangast liðsfélaga sína eða annað aðstoðarfólk. Sóttvarnarfulltrúa ber að tryggja að þessu sé fylgt án nokkurra undantekninga.

Veggspjöld:

Veggspjöld/upplýsingaskilti og annað kynningarefni má finna á heimasíðunni www.covid.is

Veggspjöld má nálgast með því að smella á þennan tengil https://www.covid.is/kynningarefni

Viðbótar staðarreglur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ