Auglýsing

Í ljósi nýjustu reglna frá sóttvarnalækni, eru áhorfendur bannaðir á öllum kappleikjum.

Í sömu reglum er ekki kveðið á um kylfubera og því verða kylfuberar leyfðir á öllum mótum á vegum GSÍ um helgina í þeim flokkum sem við á. 

Leikið verður eftir COVID staðarreglum (sjá hér fyrir neðan).

Við brýnum fyrir leikmönnum og öðrum sem koma að mótunum að vanda sérstaklega sóttvarnir. 

Leikmenn eru eindregið hvattir til að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglu ásamt öðrum fyrirmælum sóttvarnayfirvalda. 

Mótanefnd GSÍ lítur svo á að liðsfélagar á Íslandsmóti golfklúbba flokkast ekki sem áhorfendur hvort sem þeir eru að leika eða ekki. 

Um leið er minnt á að allir golfklúbbar þurfa að framfylgja reglum um hámarksfjölda gesta í golfskálum.

Við stöndum öll frammi fyrir því verkefni að fylgja þeim reglum sem okkur hafa verið settar til þess að mótahald geti farið fram og biðjum við því leikmenn, liðsstjóra, aðstandendur og mótshaldara að sýna hvoru öðru virðingu og samstöðu í kringum mótin um helgina.

Með kveðju,Golfsamband Íslands.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ