Auglýsing

Íslandsmótið í höggleik unglinga fer fram dagana 21.-23. ágúst hjá Golfklúbbnum Keilis á Hvaleyrarvelli.

Keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Mótið er jafnframt lokamótið á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki. Alls eru 166 keppendur skráðir til leiks.

Staðan í öllum flokkum er hér:

Rástímar í öllum flokkum eru hér:

Myndir frá mótinu á gsimyndir.net eru hér.

Leikfyrirkomulag

Höggleikur, 54 holur (18 holur á dag). Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi í unglingaflokkum og Móta- og keppendareglum GSÍ.

Föstudagur            Rástímar: 07:30 – 16:10         15–16 ára, 17–18 ára, 19–21 árs, 14 ára og yngri flokkar

Laugardagur          Rástímar: 07:30 – 16:10         17–18 ára,  19–21 ára, 14 ára og yngri, 15–16 ára flokkar

Sunnudagur           Rástímar: 07:30 – 16:10         14 ára og yngri, 15–16 ára, 17–18 ára, 19–21 árs flokkar

*með fyrirvara um breytingar

Rástímar

Rástímar verða birtir á GolfBox fyrir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en annan og þriðja dag verður raðað út eftir skori.

Verði ekki full skráning í einhverjum flokki skal fjölgað í öðrum flokkum í samræmi við umframskráningu í viðkomandi flokkum. Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum í einstökum flokkum til að fylla í ráshópa.

Kylfuberar og áhorfendur

Með vísan til minnisblaðs sóttvarnarlæknis, dags. 11. ágúst sl., og auglýsingar heilbrigðisráðherra 12. ágúst sl. þá liggur fyrir að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum. Af þeim sökum verða Íslandsmót unglinga í holukeppni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og Áskorendamótið hjá Golfklúbbi Grindavíkur leikin án áhorfenda. Þeir einu sem mega vera á íþróttasvæðinu eru keppendur, þjálfarar og starfsmenn mótanna. Golfsambandið biður alla forelda og aðra aðstandendur vinsamlegast um að virða það.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending 

Verðlaunaafhending verður haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Dómarar: Hörður Geirsson og Jón Níels Gíslason.

Mótsstjóri: Kristín María Þorsteinsdóttir

Mótsstjórn: Brynjar Geirsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Hörður Geirsson, Indíana Rut Jónsdóttir, Kristín María Þorsteinsdóttir, Ólafur Þór Ágústsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ