Auglýsing

Íslensku landsliðskonurnar Andrea Bergsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir tóku þátt á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Svíþjóð dagana 26.-29. júlí 2023.

Alls hófu 144 leikmenn keppni og flestir af bestu leikmönnum Evrópu í flokki áhugamanna tóku þátt.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur og voru leiknar 72 holur, 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. Niðurskurður var eftir þriðja keppnisdaginn þar sem að 60 efstu keppendurnir komast áfram á lokahringinn.

Mótið fór fram á Tegelberga vellinum á Skáni en völlurinn er rétt við borgina Trelleborg.

Julia Lopez Ramirez frá Spáni varð Evrópumeistari en hún lék samtals á 8 höggum undir pari vallar 276 höggum (70-76-63-67) (-8). Carla Bernat Escuder, einnig frá Spáni, varð önnur á 278 höggum (69-74-66-69) (-6) og Ingrid Lindblad frá Svíþjóð varð þriðja á 279 höggum (69-69-70-71)(-5).

Smelltu hér úrslit mótsins:

Perla Sól lék hringina fjóra á 300 höggum (71-75-73-81) (+16) og endaði hún í 61. sæti.
Andrea Bergsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi. Hún lék hringina þrjá á +12 samtals (74-76-75). Andrea var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Andrea Bergsdóttir hefur leikið fyrir stúlkna – og kvennalandslið Íslands á undanförnum árum. Hún hefur búið í Svíþjóð frá barnsaldri og er í Hills golfklúbbnum. Hún leikur með háskólaliði í Bandaríkjunum.

Perla Sól er ríkjandi Evrópumeistari unglinga 16 ára og yngri, hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni 2023 um s.l. helgi á Hamarsvelli í Borgarnesi og hún er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ