Íslandsmótið í golfi 2023 fór fram dagana 10.-13. ágúst á Urriðavelli. Þar var keppt um Íslandsmeistaratitlana í kvenna – og karlaflokki þar sem að Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Logi Sigurðsson, GS fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Á Íslandsmótinu í golfi eru veitt peningaverðlaun fyrir 1.-3. sæti í kvenna – og karlaflokki. Þeir keppendur sem eru ekki atvinnukylfingar geta ekki tekið við hærri peningaverðlaunum en sem nemur 110.000 kr. í verðlaunafé – engar takmarkanir eru hjá atvinnukylfingum.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR er atvinnukylfingur og fékk hún 500.000 kr. í verðlaunafé.
Logi Sigurðsson, GS er áhugakylfingur og fékk hann 110.000 kr. í verðlaunafé fyrir Íslandsmeistaratitilinn.
Í kvennaflokki voru þrír áhugakylfingar jafnar í 2. sæti. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Andrea Björg Bergsdóttir, GKG. Þær eru allar áhugakylfingar og fékk hver þeirra 45.000 kr. í verðlaunafé.
![0H5A5680-1 - Golfsamband Íslands](https://www.golf.is/wp-content/uploads/2023/08/0H5A5680-1-1024x683.jpg)
Hlynur Geir Hjartarson, GOS er atvinnukylfingur og fékk hann. 300.000 kr. fyrir annað sætið á Íslandsmótinu og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, fékk 150.000 kr. fyrir þriðja sætið sem atvinnukylfingur.
![0H5A5641 - Golfsamband Íslands](https://www.golf.is/wp-content/uploads/2023/08/0H5A5641-1024x682.jpg)