Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, og Veigar Heiðarsson, GA, hafa lokið keppni á The Junior Orange Bowl unglingamótinu sem fram fór í Flórída í Bandaríkjunum. 

Golfmótið er boðsmót þar sem að margir af bestu kylfingum Bandaríkjanna í unglingaflokki er boðið til leiks ásamt alþjóðlegum landsmeisturum víðsvegar úr veröldinni.    

Perla Sól endaði í fjórða sæti – sem er frábær árangur á þessu sterka móti. Hún lék hringina fjóra á 291 höggi (+7) (73-70-74-74).

Kayla Bryant frá Bandaríkjunum sigraði með fimm högga mun en hún lék á 278 höggum eða -6 samtals.

Smelltu hér fyrir stöðuna í stúlknaflokki:

Veigar endaði í 34. sæti á +301 högg samtals (+17) (73-75-72-81). Darren Zhou frá Bandaríkjunum sigraði á 279 höggum eða -5 samtals.

Smelltu hér fyrir stöðuna í piltaflokki:

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á mótinu.  

The Junior Orange Bow íþróttamótið á sér langa sögu og var fyrst haldið árið 1948.

Keppt í mörgum íþróttagreinum í ýmsum aldursflokkum á þessu móti. Árið 2018 voru 7.5000 keppendur á aldrinum 5-18 ára. 

Golfmótið fór fyrst fram árið 1964 hjá piltum og árið 1977 var fyrst keppt í stúlkuflokki.  

Andy North, Craig Stadler, Hal Sutton, Mark Calcavecchia, Bob Tway, Billy Mayfair, Willie Wood, Jose Maria Olazabal, Bubba Watson, Tiger Woods og Lexi Thompson eru á meðal þekktra atvinnukylfinga sem hafa sigrað á þessu móti.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ