Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Mynd/aðsend
Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, og Evrópumeistari unglinga, keppti á sterku áhugamannamóti í Svíþjóð dagana 12.-15. júní.

GR-ingurinn fékk boð um að taka þátt á Annika Invitational Europe sem fram fór á Halmstad golfvellinum við samnefnda borg í Svíþjóð.

Smelltu hér fyrir lokastöðu og úrslit.

Perla Sól endaði í 29. sæti á +14 samtals eða 230 höggum (77-75-78). Sigurvegarinn Yana Beeli frá Sviss lék á -6 samtals.

Völlurinn hefur verið notaður fyrir ýmis stór mót í gegnum tíðina og má þar nefna Solheim bikarinn árið 2007 og Scandinavian Mixed mótið í fyrra – en það mót var hluti af LET Evrópumótaröð kvenna og DP World Tour karla.

Eins og áður segir fékk Perla Sól boð um að taka þátt – en henni var boðið vegna góðrar stöðu hennar á heimslistanum.

Annika Sörenstam er gestgjafi mótsins. Annika er einn besti kylfingur sögunnar. Hún dró sig í hlé frá keppnisgolfinu árið 2008 en hún sigraði á 90 mótum á ferlinum og þar af eru 72 mót á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Hún sigraði á 10 risamótum á ferlinum og hún sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga árið 2021 þegar hún var 51 árs. Annika kom í heimsókn til Íslands í júní árið 2018 – þar sem hún fylgdist með lokadegi á stigamóti hjá bestu kylfingum landsins í Mosfellsbæ, auk þess að vera með golftengda kynningarviðburði hjá GKG og Nesklúbbnum.

Nánar um mótið hér:


Instagram síða mótsins er hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ