Auglýsing

Andrea Bergsdóttir, Hills GK, og Sara Kristinsdóttir, GM, eru á meðal keppenda á The Women’s Amateur Championship, Opna breska áhugamannamótið, sem fram fer á The Princes vellinum á Englandi dagana 13.-18. júní 2023.

Mótið er eitt af sterkustu áhugamannamótum veraldar. Mótið á sér langa sögu en það fór fyrst fram árið 1893.

Alls eru 144 keppendur á mótinu. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur, alls 36 holur, og 64 efstu komast áfram í holukeppnina.

Smelltu hér fyrir stöðuna í holukeppninni.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá mótinu.

Andrea lék vel á fyrsta hringnum og er á meðal 10 efstu á -2 samtals, 70 höggum, sem skilar henni í 7. sæti. Andrea byrjaði daginn á tveimur fuglum (-1) í röð á fyrstu tveimur holunum. Hún fékk ellefu pör í röð í kjölfarið og fugl (-1) á 14. braut. Hún tapaði einu höggi á hringnum þegar hún fékk skolla (+1) á 16. brautina.

Sara Kristinsdóttir lék á 90 höggum eða 18 höggum yfir pari á fyrsta hringnum.

Margir af bestu áhugakylfingum í kvennaflokki eru á meðal keppenda. Keppendalistinn er í heild sinni hér.

Þar má nefna Ingrid Lindblad frá Svíþjóð sem er efst á heimslista áhugakylfinga en hún er með +8,5 í forgjöf. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék gegn Lindblad í 64 manna úrslitum mótsins í fyrra og tapaði þar naumlega. Perla Sól leikur á boðsmóti hjá Anniku Sörenstam í Svíþjóð á meðan Opna breska áhugamannamótið fer fram.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá mótinu.

Það er að miklu að keppa á þessu móti. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á risamótum hjá atvinnukylfingum og má þar nefna AIG meistaramótið, Opna bandaríska meistaramótið, The Amundi Evian mótið. Hefðin hefur einnig verið að sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á Augusta National áhugamannamótinu – á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Bandaríkjunum.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, lék til úrslita á þessu móti árið 2021.

Keppt er á Princes vellinum en á þessum velli kepptu m.a. Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson á úrtökumóti í fyrra fyrir Opna breska meistaraótið, The Open.

Sara Kristinsdóttir slær hér högg á æfingahring.

Andrea Bergsdóttir slær hér á fyrsta teig á æfingahring.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ