Skúli Gunnar, Aron Emil og Perla Sól.
Auglýsing

Íslenskir kylfingar náðu góðum úrslitum á alþjóðlegu unglingamóti sem fram fór í Hollandi. Mótið heitir Tulip Golf Challenge og er það hluti af Global Golf Junior mótaröðinni.

Keppnin fór fram á Drentsche Golf & Country Club í Hollandi, í drengjaflokki var leikið af hvítum teigum og af bláum teigum í stúlknaflokki.

Í drengjaflokki tóku 17 íslenskir keppendur þátt og 7 keppendur frá Íslandi voru í stúlknaflokki.

Aron Emil Gunnarsson, GOS, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR stóðu uppi sem sigurvegarar á mótinu og Skúli Gunnar Ágústsson, GA sigraði í aldursflokknum 18 ára og yngri drengja.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á 7 höggum yfir pari samtals (75-75-73) og var hún tveimur höggum betri en Fleur van Beek frá Hollandi. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM varð í sjötta sæti og María Eir Guðjónsdóttir, GM endaði í 7. sæti.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins .

Í drengjaflokki sigraði Aron Emil Gunnarsson, GOS, á pari samtals (77-71-68) og var hann einu höggi betri en Ricardo Veldman. Skúli Ágústsson, GA, varð þriðji 2 höggum yfir pari vallar samtals (73-72-73) en hann sigraði í aldursflokknum 18 ára og yngri. Ingi Þór Ólafson úr GM varð 7. á þessu móti líkt og Lárus Ingi Antonsson, GA.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins.


Íslensku keppendurnir sem tóku þátt:

Berglind Erla Baldursdóttir
Katrín Sól Davíðsdóttir
María Eir Guðjónsdóttir
Sara Kristinsdóttir
Helga Signý Pálsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Nína Margrét Valtýsdóttir

Skúli Ágústsson
Elías Ágúst Andrason
Lárus Ingi Antonsson
Heiðar Snær Bjarnason
Helgi Freyr Davíðsson
Eyþór Björn Emilsson
Aron Emil Gunnarsson
Halldór Viðar Gunnarsson
Aron Ingi Hákonarson
Jóhann Frank Halldórsson
Veigar Heiðarsson
Stefán Atli Hjörleifsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Ingi Þór Ólafson
Mikael Máni Sigurðsson
Óskar Páll Valsson
Björn Viktor Viktorsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ