Efri röð frá vinstri: Kristófer Karl Karlsson, Ingi Þór Ólafson, Logi Sigurðsson, Kristján Þór Einarsson, Aron Emil Gunnarsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Daníel Ísak Steinarsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Böðvar Bragi Pálsson, Kristófer Orri Þórðarson. Miðröð frá vinstri: Auður Bergrún Snorradóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, Sara Kristinsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Hjalti Kristján Hjaltason, Skúli Gunnar Ágústsson,Hjalti Jóhannsson, Arnar Daði Svavarsson, Snorri Hjaltason, Gunnar Þór Heimisson, og Bjarki Pétursson atvinnukylfingur sem tók þátt á æfingunni. Fremstur á myndinni er Guðjón Frans Halldórsson.
Auglýsing

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, valdi á dögunum 38 leikmenn í landsliðshóp GSÍ. Hópurinn kom saman í fyrstu æfingabúðir vetrarins dagana 17.-19. nóvember.

Það var frábært að hitta alla kylfingana á ný og hefja nýtt tímabil. Okkar fremstu kylfingar koma af krafti inn í tímabilið enda mörg spennandi verkefni sem bíða þeirra á næsta ári,” segir Ólafur Björn en  æfingabúðir hjá landsliðshóp GSÍ fara fram einu sinni í mánuði yfir veturinn þar sem megináhersla er lögð á fjölbreytta fræðslu og keppnislíkar æfingar. 

Fyrsta verkefni hópsins í æfingabúðunum fór fram hjá ÍSÍ í Laugardal föstudaginn 17. nóvember þar sem að foreldrum leikmanna var boðið að taka þátt í fyrirlestri. Þar fór Ólafur Björn yfir kynningu á starfseminni í bland við fræðslu um ýmislegt sem tengist afreksgolfi. Auk þess vann hópurinn saman að breytingum í mótahaldi fyrir afrekskylfinga. 

Laugardaginn 18. nóvember fóru fram æfingar í aðstöðu GKG í Kórnum og í knattspyrnuhúsinu Fellinu í Mosfellsbæ. Sunnudaginn 19. nóvember æfði hópurinn í aðstöðu Keilis í Hraunkoti. 

Í byrjun janúar á næsta ári fer landsliðshópurinn í æfingabækistöðvar GSÍ á Spáni – og er sú ferð hápunktur vetrardagskrárinnar. Það verður í annað sinn sem landsliðshópurinn fer í slíka ferð saman á Hacienda del Alamo. Ólafur segir að mikil tilhlökkun ríki í hópnum fyrir ferðina í janúar.

„Í byrjun þessa árs fórum við í fyrsta sinn með 48 manna hóp á æfingabækistöðvar íslenska landsliðsins á Spáni, Hacienda del Alamo, og munum við endurtaka leikinn í upphaf næsta árs. Það skiptir okkar kylfinga miklu máli að geta æft að vetrarlagi við frábærar aðstæður hvort sem það er í skipulagðri æfingaferð eða á eigin vegum. Við erum mjög ánægð að geta boðið okkar landsliðs- og atvinnukylfingum upp á þetta spennandi tækifæri og hlökkum mikið til ferðarinnar í janúar.” segir Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ.

Efri röð frá vinstri: Kristófer Karl Karlsson, Ingi Þór Ólafson, Logi Sigurðsson, Kristján Þór Einarsson, Aron Emil Gunnarsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Daníel Ísak Steinarsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Böðvar Bragi Pálsson, Kristófer Orri Þórðarson.
Miðröð frá vinstri: Auður Bergrún Snorradóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, Sara Kristinsdóttir.
Neðsta röð frá vinstri: Hjalti Kristján Hjaltason, Skúli Gunnar Ágústsson,Hjalti Jóhannsson, Arnar Daði Svavarsson, Snorri Hjaltason, Gunnar Þór Heimisson, og Bjarki Pétursson atvinnukylfingur sem tók þátt á æfingunni. Fremstur á myndinni er Guðjón Frans Halldórsson.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

NafnKlúbbur
Andrea BergsdóttirHills GC
Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA
Anna Júlía ÓlafsdóttirGKG
Arnar Daði SvavarssonGKG
Aron Emil GunnarssonGOS
Auður Bergrún SnorradóttirGM
Berglind Erla BaldursdóttirGM
Birgir Björn MagnússonGK
Böðvar Bragi PálssonGR
Dagbjartur SigurbrandssonGR
Daníel Ísak SteinarssonGK
Eva Fanney MatthíasdóttirGKG
Eva KristinsdóttirGM
Fjóla Margrét ViðarsdóttirGS
Guðjón Frans HalldórssonGKG
Gunnar Þór HeimissonGKG
Gunnlaugur Árni SveinssonGKG
Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS
Helga Signý PálsdóttirGR
Hjalti JóhannssonGK
Hjalti Kristján HjaltasonGM
Hulda Clara GestsdóttirGKG
Ingi Þór ÓlafsonGM
Jóhannes GuðmundssonGR
Kristján Þór EinarssonGM
Kristófer Karl KarlssonGM
Kristófer Orri ÞórðarsonGKG
Logi SigurðssonGS
Loa D. JohannssonGB
Markús MarelssonGK
Pamela Ósk HjaltadóttirGM
Perla Sól SigurbrandsdóttirGR
Saga TraustadóttirGKG
Sara KristinsdóttirGM
Skúli Gunnar ÁgústssonGA
Snorri HjaltasonGKG
Tómas Eiríksson HjaltestedGR
Veigar HeiðarssonGA

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ