/

Deildu:

Auglýsing

R&A og USGA sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem tilkynnt var um breytingar reglugerðum um golfbolta sem taka gildi árið 2028 og 2023.

Um er að ræða breytingar á staðli fyrir heildarfjarlægð golfbolta, (The Overall Distance Standard). Breytingin mun hafa þau áhrif að golfboltinn mun fljúga styttra.

Fyrir atvinnukylfinga og áhugakylfinga sem keppa á áhugamannamótum á afreksstigi tekur þessi breyting gildi í upphafi ársins 2028. Breytingin mun ekki taka gildi fyrir hinn almenna kylfing fyrr en árið 2030.

R&A, í St. Andrews í Skotlandi, ber ábyrgð á reglum um golfleikinn um heim allan, ásamt bandaríska golfsambandinu, USGA. Lögsaga aðilanna tveggja er ólík en í sameiningu gefa þeir út sömu reglur vegna golfleiksins, áhugamanna og útbúnaðar.

Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér á vef R&A.

Hér er tilkynningin í heild sinni á vef USGA.

Staðall fyrir heildarfjarlægð golfbolta, (The Overall Distance Standard) var fyrst kynntur til sögunnar árið 1976. Þessi staðall hefur verið uppfærður þrívegis, árið 1980, 2002 og 2004.

Samkvæmt tilkynningu R&A og USGA mun breytingin stytta upphafshögg þeirra allra högglengstu um 14 metra miðað við þá golfbolta sem eru notaðir í dag. Meðalhögglangur atvinnukylfingur mun missa um 10 metra af högglengdinni með dræver. Atvinnukylfingar í kvennaflokki verða fyrir um 7 metra skerðingu á högglengd með dræver eftir breytinguna. Fyrir hinn almenna kylfing mun breytingin verða til þess að upphafshögg með dræver verður 3-5 metrum styttra.

Um USGA

Bandaríska golfsambandið er sjálfseignarstofnun með það hlutverk að þjóna golfíþróttinni og þróa hana. Sambandið var stofnað 1894 og stendur fyrir mörgum helstu golfkeppnum atvinnumanna og áhugamanna, þar á meðal Opna Bandaríska meistaramótinu, bæði í karla- og kvennaflokki. Ásamt R&A ber bandaríska golfsambandið ábyrgð á reglum um golfleikinn, útbúnað, forgjöf og áhugamenn. Við höfuðstöðvar sambandsins í Liberty Corner, New Jersey má einnig finna rannsóknarsetur þess, þar sem vísindum og nýsköpun er beitt til að viðhalda heilbrigðri og sjálfbærri íþrótt til framtíðar. Þar má einnig finna golfsafn sambandsins þar sem varðveittir eru og haldið á lofti merkustu gripum úr sögu íþróttarinnar. Sjá nánar á usga.org.

Um R&A

Þar sem vísað er til R&A er átt við The R&A Rules Limited. R&A, í St. Andrews í Skotlandi, ber ábyrgð á reglum um golfleikinn um heim allan, ásamt bandaríska golfsambandinu. Lögsaga aðilanna tveggja er ólík en í sameiningu gefa þeir út sömu reglur vegna golfleiksins, áhugamanna og útbúnaðar. Lögsaga R&A nær til heimsins alls, utan Bandaríkjanna og Mexíkó, fyrir hönd yfir 36 milljóna kylfinga í 144 löndum og með stuðningi 159 samtaka úr röðum áhugmanna og atvinnumanna.

Sjá nánar á www.RandA.org.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ