GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmótinu í holukeppni 2020 lauk í dag á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Axel Bóasson, GK, fögnuðu sigri eftir spennandi keppni í úrslitaleikjunum. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafía Þórunn sigrar á þessu móti og í annað sinn sem Axel vinnur Íslandsmótið í holukeppni.

Hákon Örn Magnússon, GR og Axel Bóasson, GK léku til úrslita í karlaflokki. Í kvennaflokki mættust Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eva Karen Björnsdóttir, GR í úrslitum.

Axel sigraði 1/0 gegn Hákoni eftir hörkuleik. Guðmundur Ágúst landaði þriðja sætinu með 4/3 sigri gegn Ólafi.

Ólafía Þórunn sigraði 4/3 í úrslitaleiknum gegn Evu Karen. Ragnhildur sigraði Guðrúnu Brá 5/4.

Ólafía Þórunn:

„Mér fannst þetta mjög gott mót og holukeppnin er alltaf skemmtileg. Það er eitthvað við staðinn, Akureyri og Jaðarsvöll, sem heillar mig. Ég veit ekki hvað það er en ég elska að spila hérna. Ég undirbjó mig vel fyrir leikinn gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í undanúrslitunum. Þar brenndi ég nokkrar heilasellur. Ég spilaði heilt yfir mjög vel í þessu móti en í úrslitaleiknum fann ég að ég hefði getað gert aðeins betur. Við höfum öll gott af því að keppa við þessar aðstæður sem eru í heiminum í dag. Íslandsmót eru alltaf stór og það var meira undir í þessu móti en í venjulegu stigamóti. Ég veit að ég mun ekki keppa á mörgum mótum á Íslandi á næstunni og það var gaman að fá þetta tækifæri og landa Íslandsmeistaratitli,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn í dag.

Axel Bóasson:

„Mér finnst gaman alltaf gaman að spila hér á Akureyri, þegar ég var yngri þá var þetta minn uppáhaldsvöllur. Eftir að þeir breyttu vellinum þá varð hann enn betri. Það eru einhverjir galdrar við Akureyri og að vera hérna og það hefur góð áhrif, Ég sigraði í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í holukeppni hér á þessum velli árið 2015 og það var gaman að upplifa þetta á ný. Þetta mót er hrikalega erfitt líkamlega og andlega. Ég var alveg búinn á því eftir laugardaginn en spennan í úrslitaleiknum á milli okkar Hákons hélt mér við efnið. Við áttum báðir góða kafla í leiknum og náðum að halda þessu jöfnu og það var virkilega skemmtilegt,“ sagði Axel Bóasson eftir sigurinn í dag.

Myndasafn frá Íslandsmótinu í holukeppni 2020.

Frá vinstri: Eva Karen, Ólafía Þórunn og Ragnhildur. Mynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Hákon, Axel og Guðmundur. Mynd/seth@golf.is

Lokastaðan í úrslitaleikjum í kvennaflokki:

Lokastaðan í úrslitaleikjum í karlaflokki:

Undanúrslit:

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Hákon Örn Magnússon mættust í undanúrslitum. Þar hafði Hákon betur 1/0 í mjög jöfnum og spennandi leik. Hákon Örn er fæddur árið 1998 og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni.

Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, GKG mættust í hinum leiknum í karlaflokki í undanúrslitum. Þar hafði Axel betur 2/1 í hörkuleik. Axel hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni og það var á Jaðarsvelli fyrir fimm árum eða árið 2015.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja í undanúrslitum í kvennaflokki:

Smelltu hér fyriri úrslit leikja í undanúrslitum í karlaflokki:

GR-ingarnir Ragnhildur Kirstinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir mættust í undanúrslitum í kvennaflokki. Eva Karen lagði Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, í átta manna úrslitum. Sigurganga Evu hélt áfram í dag þar sem hún lagði félaga sinn úr GR, 4/3. Þetta er í fyrsta sinn sem Eva Karen leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni en hún er fædd árið 1998 líkt og Hákon Örn.

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR mættust í hinum leiknum í kvennaflokki í undanúrslitum. Ólafía Þórunn náði snemma yfirhöndinni með frábærri spilamennsku. Leikurinn endaði með 5/3 sigri Ólafiu Þórunnar. Hún hefur sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í holukeppni, 2011 og 2013.

8-manna úrslit:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR sigraði Andra Má Óskarsson, GOS 1/0
Hákon Örn Magnússon, GR sigraði Aron Snæ Júlíusson, GKG 2/1
Ólafur Björn Loftsson, GKG sigraði Harald Franklín Magnús, GR 2/1
Axel Bóasson, GK sigraði Andra Þór Björnsson 2/1.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, GR 3/2
Eva Karen Björnsdóttir, GR sigraði Valdísi Þóru Jónsdóttur á fyrstu holu í bráðabana.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK sigraði Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GOS 6/5
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR sigraði Sögu Traustadóttur, GR 5/4

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

 • 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
 • 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
 • 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
 • 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
 • 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
 • 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
 • 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
 • 1995 Örn Arnarson, GA (1)
 • 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
 • 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
 • 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
 • 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
 • 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
 • 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
 • 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
 • 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
 • 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
 • 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
 • 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
 • 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
 • 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
 • 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
 • 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
 • 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
 • 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
 • 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
 • 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
 • 2015 Axel Bóasson, GK (1)
 • 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
 • 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
 • 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
 • 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)
 • 2020: Axel Bóasson, GK (2)

Kvennaflokkur:

 • 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
 • 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
 • 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
 • 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
 • 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
 • 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
 • 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
 • 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
 • 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
 • 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
 • 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
 • 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
 • 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
 • 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
 • 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
 • 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6)
 • 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
 • 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7)
 • 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
 • 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
 • 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
 • 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
 • 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
 • 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
 • 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
 • 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
 • 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
 • 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
 • 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
 • 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
 • 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
 • 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)
 • 2020: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ