Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni 2020 fer fram á Akureyri dagana 19.-21. júní 2020.

Hákon Örn Magnússon, GR og Axel Bóasson, GK leika til úrslita í karlaflokki. Í kvennaflokki mætast Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eva Karen Björnsdóttir, GR í úrslitum.

Hola fyrir holu – staðan í úrslitaleikjum í kvennaflokki:

Hola fyrir holu – staðan í úrslitaleikjum í karlaflokki:

Undanúrslit:

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Hákon Örn Magnússon mættust í undanúrslitum. Þar hafði Hákon betur 1/0 í mjög jöfnum og spennandi leik. Hákon Örn er fæddur árið 1998 og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni.

Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, GKG mættust í hinum leiknum í karlaflokki í undanúrslitum. Þar hafði Axel betur 2/1 í hörkuleik. Axel hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni og það var á Jaðarsvelli fyrir fimm árum eða árið 2015.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja í undanúrslitum í kvennaflokki:

Smelltu hér fyriri úrslit leikja í undanúrslitum í karlaflokki:

GR-ingarnir Ragnhildur Kirstinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir mættust í undanúrslitum í kvennaflokki. Eva Karen lagði Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, í átta manna úrslitum. Sigurganga Evu hélt áfram í dag þar sem hún lagði félaga sinn úr GR, 4/3. Þetta er í fyrsta sinn sem Eva Karen leikur til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni en hún er fædd árið 1998 líkt og Hákon Örn.

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR mættust í hinum leiknum í kvennaflokki í undanúrslitum. Ólafía Þórunn náði snemma yfirhöndinni með frábærri spilamennsku. Leikurinn endaði með 5/3 sigri Ólafiu Þórunnar. Hún hefur sigrað tvívegis á Íslandsmótinu í holukeppni, 2011 og 2013.

8-manna úrslit:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR sigraði Andra Má Óskarsson, GOS 1/0
Hákon Örn Magnússon, GR sigraði Aron Snæ Júlíusson, GKG 2/1
Ólafur Björn Loftsson, GKG sigraði Harald Franklín Magnús, GR 2/1
Axel Bóasson, GK sigraði Andra Þór Björnsson 2/1.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur, GR 3/2
Eva Karen Björnsdóttir, GR sigraði Valdísi Þóru Jónsdóttur á fyrstu holu í bráðabana.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK sigraði Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, GOS 6/5
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR sigraði Sögu Traustadóttur, GR 5/4

KA TV og GA eru með beina útsendingu frá lokahringnum.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja í 8-manna úrslitum í kvennaflokki:

Smelltu hér fyrir úrslit leikja í 8-manna úrslitum í karlaflokki:

Alls hófu 32 keppendur leik í karlaflokki og 27 í kvennaflokki. Keppt var í riðlum í fyrstu þremur umferðunum og komust efstu kylfingarnir úr hverjum riðli áfram í átta manna úrslit. Í kvennaflokki voru 7 riðlar og besti árangur í 2. sæti í einhverjum þeirra riðla tryggði einnig sæti í átta-manna úrslitum.

Staða og úrslit leikja:

Staðan í riðlum – konur:

Staðan í riðlum karlar:

Karlar – rástímaáætlun og riðlar

Konur – rástímaáætlun og riðlar

Fylgst verður með gangi mála á samfélagsmiðlum GSÍ og í þessari samantektarfrétt á golf.is.

Instagram @golf.is

Facebook- GSÍ – golf.is

Twitter- GSÍ – golf.is

Myndir frá mótinu eru á gsimyndir.net – smelltu hér:

KATV er með beina útsendingu frá mótinu.

Lokadagur:

Alls eru sex leikmenn í karlaflokki sem hafa sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni. Rúnar Arnórsson, GK, hefur titil að verja en hann varði titilinn í fyrra á Garðavelli á Akranesi þegar hann lék til úrslita gegn Ólafi Birni Loftssyni, GKG. Kristján Þór Einarsson, GM, er með tvo titla líkt og Rúnar á þessu Íslandsmóti. Kristján Þór sigraði 2009 og 2014. Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) hafa einnig sigrað á þessu Íslandsmóti eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Í kvennaflokki eru alls sex kylfingar sem hafa fagnað sigri á Íslandsmótinu í holukeppni. Saga Traustadóttir hefur titil að verja frá mótinu í fyrra, en hún er í riðli með Berglindi Björnsdóttur sem sigraði á þessu móti árið 2016. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sigrað tvívegis, Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru allar með einn Íslandsmeistaratitil í safninu á Íslandsmótinu í holukeppni.

Hér fyrir neðan eru riðlarnir í kvennaflokki:

Hér fyrir neðan eru riðlarnir í karlaflokki:

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

  • 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
  • 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
  • 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
  • 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
  • 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
  • 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
  • 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
  • 1995 Örn Arnarson, GA (1)
  • 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
  • 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
  • 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
  • 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
  • 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
  • 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
  • 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
  • 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
  • 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
  • 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
  • 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
  • 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
  • 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
  • 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
  • 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
  • 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
  • 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
  • 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
  • 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
  • 2015 Axel Bóasson, GK (1)
  • 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
  • 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
  • 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
  • 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)

Kvennaflokkur:

  • 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
  • 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
  • 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
  • 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
  • 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
  • 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
  • 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
  • 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
  • 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
  • 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
  • 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
  • 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
  • 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
  • 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
  • 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
  • 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6)
  • 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
  • 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7)
  • 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
  • 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
  • 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
  • 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
  • 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
  • 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
  • 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
  • 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
  • 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
  • 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
  • 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
  • 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
  • 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
  • 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ