Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik á Hero Challenge atvinnumótinu í gær, föstudaginn 11. nóvember, en mótið er hluti af LET Evrópumótaröð kvenna í golfi.  Ólafía lék fyrsta hringinn á 76 höggum eða +4 og hún lék á 79 höggum eða +6 í nótt á öðrum keppnisdeginum. Samtals er Ólafía á +11 og eru allar líkur á því að hún komist ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún var í efsta sæti þegar keppni var hálfnuð í Abu Dhabi en hún endaði í 26.-29. sæti á -7 samtals. Besti árangur Ólafíu er 16. sæti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu á þessu tímabili.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 


 

 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Indlandi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Indlandi

Keppt er á DLF Golf and Country vellinum í Dehli.

Það var að miklu að keppa fyrir Ólafíu Þórunni á þessu móti – en hún var í 105. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Til þess að halda keppnisrétti sínum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu þarf Ólafía að þoka sér í hóp 80 efstu áður en að tímabilinu lýkur. Ef það tekst ekki þá þarf Ólafía að fara í gegnum lokaúrtökumótið í desember í Marokkó.

Ólafía Þórunn hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með því að komast í gegnum 1. og 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum.

Ólafía þarf að sleppa nokkrum verkefnum á LET Evrópumótaröðinni eftir mótið á Indlandi þar sem þau stangast á við undirbúning hennar fyrir lokaúrtökumótið á LPGA mótaröðinni í sem fram fer í lok nóvember.

Ólafía er eini íslenski kvenkylfingurinn sem hefur náð því að fara í gegnum 1. og 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Ef henni tekst að ná alla leið í gegnum lokaúrtökumótið verður hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð veraldar í kvennaflokki, LPGA mótaröðinni i Bandaríkjunum.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ