Auglýsing

Haustið hefur verið afar milt, en um leið styttist óðum í að veturinn gangi í garð. Þó kylfingar iðki íþrótt sína af mestu kappi að sumri til, þá er þessi árstími ekki síður þýðingarmikill í vallarhirðu, því það eru haust- og vetrarverkin sem einna helst geta dregið úr líkum á vetrarskaða og grasdauða vorið eftir.

Fyrr í haust birti golf.is íslenska þýðingu fræðslurits frá rannsóknasjóðnum STERF um ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir, en nú er myndskreytt þýðing fullgerð og aðgengileg á nýju svæði á vef STERF þar sem finna má öll fræðslurit sjóðsins sem þýdd hafa verið á íslensku.

[quote_center]Sjóðurinn er samstarfsverkefni allra golfsambanda og ýmissa yfirvalda á Norðurlöndum og hefur þann tilgang að sameina og efla rannsóknastarf í þágu golfvalla og umhverfis. [/quote_center]

STERF er skammstöfun fyrir Scandinavian Turfgrass and Environment Research Foundation, en sjóðurinn er samstarfsverkefni allra golfsambanda og ýmissa yfirvalda á Norðurlöndum og hefur þann tilgang að sameina og efla rannsóknastarf í þágu golfvalla og umhverfis. Hver skráður félagi í golfklúbbi innan GSÍ greiðir um 60 krónur í sjóðinn á ári, en meginmarkmið hans er að styðja við rannsóknir sem nýtast golfhreyfingunni á Norðurlöndum og senda frá sér niðurstöður á hagnýtu formi. Einnig vill STERF stuðla að virku samtali við yfirvöld og samfélag til að þróa og sýna fram á trúverðugleika og ábyrga umgengni golfhreyfingarinnar um náttúru og menningarverðmæti.

Fræðsluefnið hefur verið þýtt af Edwin Roald, golfvallaarkitekt og ráðgjafa sem er fulltrúi GSÍ í stjórn STERF.

Hér má lesa handbókina um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn vetrarskaða.

Íslenskt vefsvæði STERF.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ