GSÍ fjölskyldan
Mynd: Tristan Jones.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, fór upp um 74 sæti á heimslistanum hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki – en listinn var uppfærður í dag.

Ólafía Þórunn er í sæti nr. 841 en hæst hefur hún náð í sæti nr. 170 í janúar 2017.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í sæti nr. 565 á heimslistanum en hún fer niður um 7 sæti milli vikna. Valdís Þóra er frá vegna meiðsla og óvíst hvenær hún mun hefja keppni á ný. Besti árangur Valdísar Þóru á heimslistanum er 299 sæti frá árinu 2018.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er í sæti nr. 921 á heimslistanum og hún fer einnig niður um 7 sæti á milli vikna. Besti árangur Guðrúnar á heimslistanum er 790 sæti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing