Auglýsing

Ný met voru sett hvað varðar áhorfstölur á Íslandsmótinu í golfi 2020 sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 6.-9. ágúst s.l. Þetta kemur fram í gögnum frá RÚV.

RÚV var með beina útsendingu á þremur keppnisdögum af alls fjórum og var sýnt beint í 3-4 klst. í senn frá Hlíðavelli á RÚV og RÚV 2.

Uppsafnað áhorf dagana 7.-9. ágúst var 25,2% en alls voru um 64 þúsundu manns sem horfðu á útsendingar frá Íslandsmótinu í golfi frá föstudegi til sunnudags.

Fyrra metið var 21,3% uppsafnað áhorf frá árinu 2010 þegar Íslandsmótið fór fram á Kiðjabergsvelli.

Mest var áhorfið 2020 var á lokadegi mótsins þar sem spennan var í hámarki.

Á lokakeppnisdeginum var uppsafnað áhorf 20,3 % sem er nýtt met.

Nokkuð jöfn skipting var milli kynja en fleiri konur horfðu en karlar á útsendingar frá mótinu.

Fyrra metið var á lokadegi Íslandsmótsins 2011 á Hólmsvelli í Leiru en þá mældis uppsafnað áhorf 16,6%.

Í heildina mældist uppsafnað áhorf á útsendingar RÚV 25,2% að þessu sinni sem er líka áhorfsmet. Fyrra metið var 21,3% sem mældist á útsendingar mótsins 2010.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ