Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 65. sæti á +17 samtals á Symetra atvinnumótaröðinni sem fram fór um s.l. helgi.

Mótið heitir Beaumount og fer það fram í Kaliforníu og hófst það á föstudag.

Ólafía lék fyrstu tvo hringina á +3 (74-73) en þeir keppendur sem léku á +6 eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía lék lokahringinn á 86 höggum eða +14 og endaði hún í 65. sæti.

Þetta er annað mótið hjá Ólafíu Þórunni á Symetra mótaröðinni á þessu tímabili – en mótaröðin er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum á eftir LPGA.

Ólafía hefur einnig leikið á tveimur úrtökumótum fyrir mót á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu á þessu tímabili.

Skor keppenda verður uppfært hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ