Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Mótaskrá Golfsambands Íslands fyrir keppnistímabilið 2019 er hér fyrir neðan.

Golfsumarið 2019 verður kynnt með formlegum hætti þann 16. maí 2019.

Athygli er vakin á því að fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ fer fram á Þorlákshafnarvelli 24.-26. maí.

Keppni á áskorendamótaröðinni og unglingamótaröðinni hefst helgina 17.-19. maí.

Keppni á stigamótaröð GSÍ hefst helgina 24.-26. maí.

Athygli er vakin á því að Íslandsmótið í golfi, höggleikur, á stigamótaröð GSÍ í fullorðinsflokki fer nú fram í ágúst. Íslandsmótið er í umsjón Golfklúbbs Reykjavíkur.

Það sama er uppi á teningnum í unglingaflokki en Íslandsmótið í höggleik fer fram í ágúst.

Íslandsmótið í holukeppni í unglingaflokki fer fram um miðjan júní en ekki er búið að staðfesta hvar það mót fer fram.

Breytingar hafa verið gerðar á dagsetningu á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri og 18 ára og yngri, mótin fara fram 27.-29. júní.

Mótaskráin er hér fyrir neðan en hún er birt með fyrirvara um breytingar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ