Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á LPGA mótaröðinni í golfi með því að enda í 30.-39. sæti á ISPS Handa mótinu í Ástralíu. Ólafía lék lokahringinn á +3 eða 75 höggum og var hún samtals á parinu á 72 holum en par vallar er 73 högg (72-74-71-75).

Skorkortið hjá Ólafíu á fjórða hringnum var litríkt en hún fékk alls fjóra skolla (+1), einn skramba (+2) og fjóra fugla (-1).

Ha Na Jang frá Suður-Kóreu sigraði á -10 samtals en hún var þremur höggum betri en Nanna Madsen frá Danmörku.

Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á næstu mótum á LPGA sem fram fara í Asíu en hún verður á meðal keppenda í Phoenix í Bandaríkjunum 16-19. mars.

Nánari upplýsingar um mótið hér:


 

 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 71 höggi eða -2 á þriðja keppnisdeginum á  ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.  Ólafía fékk alls þrjá fugla og einn skolla á hringnum í nótt og þokaði hún sér upp í 23. sæti fyrir lokahringinn. Hún var í 35. sæti þegar keppnin var hálfnuð og fór því upp um 12 sæti.

Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims og er hún fyrir ofan heimsþekkta kylfinga fyrir lokahringinn.

Keppni á lokahringnum hefst í kvöld en Ólafía Þórunn hefur leik kl. 00:50 aðfaranótt sunnudags. Hún verður með Austin Ernst frá Bandaríkjunum í ráshóp. Lisette Salas frá Bandaríkjunum er efst á -10.

Ólafía komst naumlega í gegnum niðurskurðinn. GR-ingurinn þurfti tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að komast áfram og hún gerði það. Ólafía vippaði ofaní fyrir fugli á 18. og lék hún á 74 höggum eða +1. Samtals er hún á pari vallar en þeir keppendur sem voru á +1 eða hærra skori féllu úr keppni

Hér er fyrir neðan er fylgst með gangi mála í Ástralíu.

Screen Shot 2017-02-18 at 10.16.20 AM

 

 

 

Ólafía fékk alls fjóra skolla og þar af þrjá í röð á 13, 14 og 15. Hún lagaði stöðu sína með tveimur fuglum í röð á lokaholunum.

Screen Shot 2017-02-17 at 6.58.15 AM

 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 72 höggum eða -1 á fyrsta hringnum. Ólafía hóf leik á 10. teig í gær og fékk skolla á 1. holuna, hún fékk síðan  fjóra fugla á næstu 12 holum og var í góðri stöðu þar til hún tapaði tveimur höggum á  6. og 7. braut sem voru 15. og 16. brautin hjá henni.

Ólafía hefur leik um kl. 02 aðfaranótt föstudagsins 17. febrúar á öðrum keppnisdeginum og ætti að ljúka leik þegar nýr vinnudagur hefst hér á Íslandi á föstudagsmorgun.

Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims á LPGA. Hún er sem stendur í 41. sæti ásamt mörgum öðrum kylfingum en keppni er ekki lokið á fyrsta hringnum. Besta skorið er -8 en það á Katherine Kirk frá Ástralíu.

Nánari upplýsingar um mótið hér:

Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Belen Mozo frá Spáni og Celine Herbin frá Frakklandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik á 10. teig á fyrsta hringnum. Mozo hefur verið á LPGA frá árinu 2011 og Herbin hefur leikið á LPGA frá árinu 2015. Mozo er í 162. sæti á heimslistanum og Melin er í 224. sæti á meðan Ólafía er í sæti nr. 607 á heimslistanum.

Helstu atvikin frá 1. keppnisdeginum:

Keppt er á The Royal Adelaide í Suður-Ástralíu en par vallarins er 73 högg. Völlurinn er 6,681 stikur eða um 6,100 metrar að lengd.

Heildarverðlaunféð á mótinu er 1,3 milljónir dalir eða um 160 milljónir kr. Verðlaunféð er það sama og á Pure Silk mótinu sem var fyrsta mót ársins 2017 og fór fram á Bahamas. Þetta er í sjötta sinn sem ISPS-Handa mótið fer fram á þessum stað.

Ólafía Þórunn endaði í 69.-72. sæti á fyrsta móti ársins á Bahamas og fékk hún 2.800 dollara í verðlaunafé eða sem nemur 330.000 kr.

Nánari upplýsingar um mótið hér:

Sigurvegarar ISPS Handa:

2016
Haru Nomura, Japan.
69 – 68 – 70 – 65 = 272 (-16)

2015
Lydia Ko, Nýja-Sjáland.
70 – 70 – 72 – 71 = 283 (-9)

2014
Karrie Webb, Nýja-Sjáland.
71 – 69 – 68 – 68 = 276 (-12)

2013
Jiyai Shin, Suður-Kórea.
65 – 67 – 70 – 72 = 274 (-18)

2012
Jessica Korda, Bandaríkin.
72 – 70 – 73 – 74 = 289 (-3)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ