Ólafía Þórunn á 9. teig á Pure Silk mótinu á Bahamas. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tók risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 30.-39. sæti á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu sem lauk um helgina. Ólafía fór upp um 103 sæti en hún er í 503. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir fer upp um eitt sæti á heimslistanum og er í 692. sæti.

Ef litið er eitt ár aftur í tímann hefur Ólafía farið upp um 354 sæti á heimslistanum og Valdís Þóra hefur farið upp um 74 sæti.

Lydia Ko frá Nýja Sjálandi er efst á heimslistanum líkt og undanfarnar 70 vikur.

Ólafía endaði eins og áður segir í 30.-39. sæti í Ástralíu sem er hennar besti árangur á LPGA mótaröðinni – en þetta var annað mót hennar á ferlinum á sterkustu atvinnumótaröð heims.

[pull_quote_right]Til þess að halda keppnisrétti sínum á LPGA þarf Ólafía að vera í einu af 90 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins.[/pull_quote_right]

Fyrir árangurinn á mótinu í Ástralíu fékk Ólafía um eina milljón kr. í verðlaunafé. Hún hefur unnið sér um 12.000 Bandaríkjadali eða sem nemur 1,3 milljónum kr. í fyrstu tveimur mótunum á LPGA. Ólafía er með sjötta besta árangurinn af nýliðum ársins 2017 á LPGA og er í 51. sæti á peningalistanum á LPGA. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum er efst á peningalistanum með um 24 milljónir kr. í verðlaunafé eftir tvö fyrstu mótin á LPGA.

Til þess að halda keppnisrétti sínum á LPGA þarf Ólafía að vera í einu af 90 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Næsta mót hennar á LPGA verður að öllum líkindum í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ