/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðstoðarmaður hennar á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu eru bara létt á því fyrir keppnishringina. Hér má sjá myndband þar sem þau kyrja eitt af einkennislögum Tomma og Jenna. Aðstoðarmaður Ólafíu í Ástralíu er Guðlaugur Ellert Birgisson frændi hennar.

„Dagurinn í dag var svolítil áskorun. Það blés svolítið á móti en ég ákvað að hætta aldrei, og alls ekki gefast upp. Vindurinn var að stríða mér mjög mikið. Nokkrum sinnum breyttist hann á meðan ég var að slá og ekkert sem maður getur gert í því, og ég þar af leiðandi missti grínið. Á síðustu holunum vissi ég að ég þyrfti að gefa allt. Krækti fyrir erni á 17.holu, það var sárt, en alveg í takt við hinar krækjurnar á holunum á undan. A 18.holu fékk ég svo loksins eitthvað gott til baka,“ skrifar Ólafía á fésbókarsíðu sína.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ