Samstarfsaðilar

Nettó-mótið fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar dagana 11.-13. júní. Mótið er annað mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ.

Alls eru 129 keppendur skráðir til leiks og er keppt í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum.

Tveir elstu keppnishóparnir leika alls 54 holur á þremur keppnisdögum eða 18 holur á dag, en tveir yngstu keppnishóparnir leika 36 holur á tveimur keppnisdögum eða 18 holur á dag.

Eins og áður segir er þetta annað mótið á tímabilinu en alls eru mótin fimm á mótaröðinni. Fyrsta mót timabilsins fór fram á Hliðavelli hjá hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og eru upplýsingar um úrslit Sketchers -Ecco mótsins hér.Deildu:

Auglýsing