Samstarfsaðilar


Annað mót tímabilsins á barna– og unglingamótaröð GSÍ fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 11.-13. júní.

Alls tóku um 130 keppendur þátt á Nettó mótinu sem var annað mótið af alls fimm á stigamótaröð unglinga.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Aðstæður voru mjög góðar fyrsta og þriðja keppnisdag en rigning og rok setti svip sinn á seinni helming annars keppnisdags.

Tveir elstu keppnishóparnir hófu leik á föstudeginum og léku 54 holur.

Aðrir keppnishópar léku 36 holur á tveimur keppnisdögum, föstudag og laugardag. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á föstudag, fréttir og úrslit er að finna hér.

Hægt er að skoða myndir frá lokadeginum hér.

Drengir 14 ára og yngri

Frá vinstri: Úlfar, Markús, Veigar, Skúli Gunnar, Birgir Leifur, Ástrós.

1. Veigar Heiðarsson, Golfklúbbur Akureyrar, 150 högg (80-70) (+8).
2. Skúli Gunnar Ágústsson, Golfklúbbur Akureyrar, 155 högg (80-75) (+13).
3. Markús Marelsson, Golfklúbburinn Keilir, 158 högg (80-78) (+16).
*24 keppendur.

Stúlkur 14 ára og yngri

Frá vinstri: Karen Lind, Perla Sól, Margrét Fjóla

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbur Reykjavíkur, 159 högg (83-76) (+17).
2.-3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbur Suðurnesja, 165 högg (88-7) (+23).
2.-3. Karen Lind Stefánsdóttir, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, 165 högg (85-80) (+23).
*23 keppendur tóku þátt

Drengir 15-16 ára

Frá vinstri: Gunnlaugur, Ísleifur, Dagur Fannar, Róbert Leó, Óskar Páll.


1. Dagur Fannar Ólafsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, 153 högg (79-74) (+11).
2. Róbert Leó Arnórson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, 154 högg (81-73) (+12).
3.-5. Gunnlaugur Árni Sveinsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, 157 högg (83-74) (+15).
3.-5. Óskar Páll Valsson, Golfklúbbur Akureyrar, 157 högg (82-75) (+15).
3.-5 Ísleifur Arnórsson, Golfklúbbur Reykjavíkur, 157 högg (77-80) (+15).
*24 keppendur

Stúlkur 15-16 ára

Frá vinstri: María Eir, Nína Valdís, Katrín Sól.


1. Nína Margrét Valtýsdóttir, Golfklúbbur Reykjavíkur, 163 högg (83-80) (+21).
2. Katrín Sól Davíðsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, 164 högg (81-83) (+22).
3. María Eir Guðjónsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, 171 högg (92-79) (+29).
*14 keppendur

Drengir 17-18 ára

Frá vinstri: Logi, Tómas, Óliver Máni.


1. Tómas Eiríksson Hjaltested, Golfklúbbur Reykjavíkur 225 högg (74-80-71) (+12).
2. Óliver Máni Scheving, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar,227 högg (72-78-78) (+14).
3. Logi Sigurðsson, Golfklúbbur Suðurnesja, 229 högg (74-83-72) (+16).
*24 keppendur.

Stúlkur 17-18 ára

Frá vinstri: Kristín Sól, Jóhanna Lea.


1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Golfklúbbur Reykjavíkur, 233 högg (77-79-77) (+20).
2 Kristín Sól Guðmundsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, 254 högg (88-84-82) (+41).
3. Bára Valdís Ármannsdóttir, Golfklúbburinn Leynir, 266 högg (87-89-90) (+53).
*4 keppendur.

Drengir 19-21 árs

Frá vinstri: Ingi Þór, Andri Már. Á myndina vantar Jón

1. Jón Gunnarsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, 217 högg (68-74-75) (+4).
2. Andri Már Guðmundsson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, 220 högg(71-71-78) (+7).
3. Ingi Þór Ólafson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, 223 högg (74-69-80) (+10).
*14 keppendur.

Stúlkur 19-21 árs

1. Inga Lilja Hilmarsdóttir, Golfklúbburinn Keilir, 260 högg (86-91-83) (+47).
2. Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, Golfklúbburinn Keilir, 297 högg (89-107-101) (+84).
3. Vala Guðlaug Dolan Jónsdóttir, Golfklúbbur Selfoss, 324 högg (109-106-109) (+111).
*3 keppendur.
Því miður komust verðlaunahafar ekki á afhendinguna og því er ekki til mynd frá þeirri athöfn.

Í mótslok var haldin pizzuveisla og auk verðlauna fyrir efstu sætin í hverjum flokki voru veitt nándarverðlaun á fimm par þrjú brautum og að auki var „lukkuhjólinu“ snúið til að draga úr skorkortum og fengu fjórir keppendur slík verðlun.

GKG vill þakka Nettó sem kom myndarlega að þessu móti og gaf mjög glæsilegar teiggjafir og önnur verðlaun í mótið. Einnig þökkum við þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og dómurum sem komu að þessu móti og gáfu tíma sinn til að láta mótið ganga svona vel. Svona mót er ekki hægt að reka nema með óeigingjörnu starfi sjálfboðaliða og starfsfólks.

Loks þökkum við öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Hér fyrir neðan er myndasyrpa frá GKG.

Deildu:

Auglýsing