Samstarfsaðilar
/

Deildu:

Mótanefnd Golfsambands Íslands hefur sent út drög til golfklúbba landsins að mótaskrá GSÍ fyrir árið 2021.

Eins og sjá má í drögunum vantar enn mótshaldara á töluvert af mótum sem eru á dagskrá.

Mótanefnd hvetur áhugasama golfklúbba til þess að hafa samband eða senda inn umsóknir í gegnum netfangið motanefnd@golf.is.

Íslandsmótið í holukeppni 2021 fer fram á Þorláksvelli
hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar 18.-20. júní

Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli
hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 5.-8. ágúst.

Íslandsmót unglinga í holukeppni fer fram 13.-15. ágúst
en óvíst er hvar það mót fer fram.

Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram 20.-22. ágúst
á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Íslandsmót eldri kylfinga fer fram í Vestmannaeyjum
hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja 15.-17. júlí.

Nánari upplýsingar í töflunni hér fyrir neðan
þar sem að drög að allri mótaskrá GSÍ er að finna.

Drög að mótaskrá 2021

Dags.MótStaðsetning
Maí
15-16GSÍ mótaröðin (1) * 36/18 WAGR
21-23GSÍ mótaröðin (2) * 54 WAGRGL
28-30Unglingamótaröðin (1) * 17-21 árs WAGR
29Áskorendamótaröð barna og unglinga (1)
30Öldungamótaröðin (1)GK
Júní
4-6GSÍ mótaröðin (3) * 54 WAGRGS
5Öldungamótaröðin (2)GL
6Öldungamótaröðin (3)GHR
11-13Unglingamótaröðin (2) *GKG
12Áskorendamótaröð barna og unglinga (2)GKG
Öldungamótaröðin (3)Í vinnslu
18-20GSÍ mótaröðin (4) – Íslandsmót í holukeppni * WAGR
24-26Íslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, 18 ára og yngriGL
24-26Íslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, 15 ára og yngriGHR
26Öldungamótaröðin (4)Í vinnslu
27Öldungamótaröðin (5)Í vinnslu
Júlí
28/6 – 12Meistaramót golfklúbbaAllir golfklúbbar
15-17Öldungamótaröðin – Íslandsmót eldri kylfinga 50+ 65+ *54GV
16-18Unglingamótaröðin (3) * WAGRGR
17Áskorendamótaröð barna og unglinga (3)GR
16-18GSÍ mótaröðin (5) * WAGRGK
Öldungamótaröðin (4)Í vinnslu
19-21Íslandsmót golfklúbba – 12 ára og yngriGR, GKG, GM
22-24Íslandsmót golfklúbba – 1. deild karla og kvennaGR/GM
22-24Íslandsmót golfklúbba – 1. deild karla og kvennaGR/GM
23-25Íslandsmót golfklúbba – 2. deild karla
23-25Íslandsmót golfklúbba – 2. deild kvenna
Ágúst
5-8GSÍ mótaröðin (6) – Íslandsmótið í golfi * 72 WAGRGA
13-15Íslandsmót golfklúbba – 3. deild karlaGG
13-15Íslandsmót golfklúbba – 4.-5. deild karla
13-15Unglingamótaröðin (4) – Íslandsmótið í holukeppni * WAGR
14Áskorendamótaröð barna og unglinga (4)
20-22Unglingamótaröðin (5) – Íslandsmót í höggleik * WAGRGM
21Áskorendamótaröð barna og unglinga (5)GM
19-21Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga 1.-2. deild kvenna
19-21Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga 1. deild karla
19-21Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga, 2.-3. deild karla
28Öldungamótaröðin (5)Í vinnslu
27-29WAGR mót WAGRGR
11-12WAGR mót WAGRGK
12Öldungamótaröðin (6)Í vinnslu

Athugið birt með fyrirvara um breytingar!
Mót merkt með * eru viðmiðunarmót til landsliða

Deildu:

Auglýsing