Auglýsing

Forgangsröðun markmiða og hreyfiafl til framtíðar

Ertu tilbúin/n í framtíðina í golfi? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Golfhreyfingin ætlar að vera mikilvægt hreyfiafl í þeirri vegferð að ná fram markmiðum heimsmarkmiðanna en stefnumótunarvinna hófst sl vor.

Fyrri vinnustofur Golfsambands Íslands um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fóru fram á Teams á vormánuðum og var vel mætt á þær.

Golfhreyfingin er á virkilega góðri leið í vinnunni og nú verða tekin næstu skref í sameiningu ásamt því að framsetning vinnunnar fyrir Golfþing 2021 verður undirbúin.

Með því að taka þessi mál föstum tökum er golfhreyfingin að sýna jákvætt fordæmi m.t.t. sjálfbærni, bæði útfrá umhverfismálum en ekki síst útfrá jafnrétti og ábyrgum stjórnarháttum.

Á þriðju vinnustofunni ætlum við að forgangsraða þeim heimsmarkmiðum og verkefnum þeim tengdum sem unnin voru fyrri vinnustofum.

Einnig verður unnið í því að setja mælanlega mælikvarða fyrir golfklúbba til þess að vinna eftir.

Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir en við viljum hvetja alla golfklúbba og einingar innan Golfsambands Íslands að senda að lágmarki einn fulltrúa á vinnustofuna. 

Vinnustofan verður haldin þann 8. september næstkomandi í fundarsal ÍSÍ (E-sal) Laugardal frá klukkan 15:00 – 17:30.  

Vinnustofunni stýra Þorsteinn Guðjónsson, Iceland Travel og Eva Magnúsdóttir, Podium.

Smelltu hér til að skrá þig:

Smelltu hér til að skrá þig:

https://www.heimsmarkmidin.is/

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ