Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 50 ára og eldri tekur þátt á Evrópumótinu sem fram fer á Black Sea Rama golfsvæðinu í Búlgaríu.

Um er að ræða liðakeppni þar sem að keppt er í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana þar sem að fimm bestu skorin telja.

Að því loknu tekur við holukeppni þar sem að liðunum er skipt upp í riðla eftir árangri þeirra í höggleikskeppninni. Í holukeppninni er einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir.

Landslið Íslands í kvennaflokki +50 er þannig skipað:

Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
Kristín Sigurbergsdóttir, GK
María Málfríður Guðnadóttir, GKG
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG
Steinunn Sæmundsdóttir, GR
Þórdís Geirsdóttir, GK

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Alls eru 13 þjóðir sem taka þátt á EM 2021 í liðakeppni +50 í kvennaflokki.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ