/

Deildu:

Auglýsing

Meðalaldur kvenna sem skráðar eru í golfklúbb á Íslandi er 53 ár en meðaldur karla er 46 ár. Meðaforgjöf kvenna á landsvísu í nýja WHS forgjafarkerfinu er 38,1 en hjá körlum er meðalforgjöfin 29,9.

Til samanburðar var meðaldur karla í golfhreyfinginni 47 ár og kvenna 52 þegar slíkar tölur voru teknar saman árið 2015.

Nýja forgjafarkerfið sem tekið var upp árið 2020 hefur haft þau áhrif að meðalforgjöf kylfinga hefur hækkað. Hjá körlum er þessi hækkun rétt um 5 högg á milli ára og hjá konum um 3 högg.

Til samanburðar má nefna að meðalforgjöf karla árið 2015 var 22 og meðalforgjöf kvenna var 32 á sama tíma. Árið 2016 var meðalforgjöf karla á Íslandi 24,4 högg og meðalforgjöf kvenna var 34,5. Í fyrra, þegar gamla forgjafarkerfið var notað í síðasta sinn, var meðalforgjöf kvenna 35 og meðalforgjöf karla var 25.

Hlutfall kvenna af þeim sem skráðir eru í golfklúbba landsins 2020 er 31% en hlutfall karla er 69%. Árið 2016 var sama hlutfall hjá körlum og konum hjá golfklúbbum landsins. Árið 2019 var hlutfall kvenna 32%.

Ef rýnt er í tölfræði sem snýr að forgjöf kylfinga á Íslandi kemur margt áhugavert í ljós eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.

Rétt tæplega 480 kylfingar á Íslandi eru með 5 eða lægri forgjöf


Þar af eru 8 konur sem eru yngri en 18 ára og 37 karlar sem eru undir 18 ára aldri eru með undir 5 í forgjöf. Alls eru 430 karlar sem eru eldri en 18 ára með undir 5 í forgjöf og 41 kona 18 ára og eldri er með 5 eða lægra í forgjöf.

Rétt rúmlega 1000 kylfingar eru með forgjöf á bilinu 5,1-10. Þar af eru 10 konur 18 ára og yngri og 32 karlar 18 ára og yngri. 922 karlar sem eru 18 ára og eldri eru með forgjöf á bilinu 5,1-10 og 62 konur sem eru eldri en 18 ára eru á þessu forgjafarbili.

Rétt tæplega 1750 kylfingar eru með forgjöf á bilinu 10,1-15.

Næst fjölmennasti hópurinn er með forgjöf á bilinu 15,1-25.0 eða rétt tæplega 5,700 kylfingar.

Alls eru rétt tæplega 3.700 kylfingar með forgjöf á bilinu 25,1-35. Þar eru konur í meirihluta eða 1.783 og er það eini forgjafarflokkurinn þar sem að konur eru í meirihluta.

Forgjafarflokkurinn 35,1-54 er fjölmennastur með rétt rúmlega 7.800 kylfinga.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ