Samstarfsaðilar

Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir golfklúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur sýna umfang, þróun og samsetningu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Eftirspurn í að leika golf á síðustu árum hefur verið mikil.

20 þúsund kylfingar voru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2020 sem var 11% aukning á milli ára. Þetta er aukning um 2.000 kylfinga frá fyrra ári. Stærð íþróttasambanda innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkenda þar sem Knattspyrnusambandið er stærst með tæplega 30.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið með um 20.000 félaga.

Börn og unglingar eru 15% af heildarfjölda þeirra sem stunda golf á Íslandi.

Miðað við Evrópu alla þá er Ísland í 4. sæti þegar kemur að hlutfalli barna og unglinga í heildarfjjölda kylfinga.

Alls eru 2370 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins sem eru yngri en 15 ára.

Það er 26% aukning á milli ára.

Kynjaskiptingin er með þeim hætti að 1772 strákar stunda golf og 598 stúlkur.

Fjöldi kylfinga eftir aldri og kyni

AldurKarlarKonur 2020Breyting
15 ára og yngri1.7725982.37026%
16-19 ára 385724571%
20-29 ára1.2901661.45624%
30-39 ára1.4252521.67727%
40-49 ára1.9908242.81411%
50-59 ára2.5791.6824.2613%
60 ára og eldri4.1522.6506.8027%
Samtals 13.5936.24419.83711%

Deildu:

Auglýsing