Auglýsing

Dagana 12. og 13. apríl fer fram málþing í Háskóla Reykjavíkur sem ber yfirskriftina: „Verndun og velferð barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum: Áskoranir og lausnir.“

Málþingið snýr að því mikilvæga málefni, sem velferð og öryggi barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum er. Málþingið mun veita víðtækan og fjölbreyttan vettvang fyrir hagsmunaaðila til að taka þátt í innihaldsríkum umræðum, deila bestu starfsvenjum og vinna saman að því að þróa áhrifaríkar lausnir sem tryggja betur öryggi og um leið velferð íþróttafólks á öllum aldri.

  • Að fræða hagaðila og vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa enn frekar að velferð og heilsu iðkenda.
  • Að veita hagsmunaaðilum vettvang til að læra, deila þekkingu, bestu starfsaðferðum og reynslu af verndun barna í íþróttum.
  • Að opna fyrir umræður um þær áskoranir sem íþróttafélög standa frammi fyrir við innleiðingu verndarráðstafana og hvernig sé hægt að leysa þær áskoranir.
  • Að leggja fram hagnýtar lausnir til að bæta vernd í íþróttum sem hagaðilar geta nýtt sér.

Viðburðurinn mun fela í sér fyrirlestra, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og viðburði til að treysta tengslanet þátttakenda. Á ráðstefnunni munu taka til máls innlendir sem erlendir sérfræðingar í málaflokknum.

Nánar hér:

Aðgangseyri inn á ráðstefnuna er: 2.500 kr.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: Skráning á Málþing 2024 – Fimleikasamband Íslands

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ