DCIM100MEDIADJI_0554.JPG
Auglýsing

Alls eru sjö keppendur sem tengjast íslenskum golfklúbbum á Sand Valley meistaramótinu sem hófst í dag á samnefndum velli í Póllandi. Mótið er hluti af Nordic Golf League sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu. 

Mótið er annað af þremur sem fram fer á þessum golfvelli á næstu dögum. 

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson,, Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Garðarsson allir úr GKG eru á meðal keppenda og Kristófer Karl Karlsson, GM, tekur einnig þátt.  

Smelltu hér fyrir stöðu, rástíma og úrslit í þessu móti.   

Smelltu hér fyrir stigalistann á Nordic Golf League 2024:

Aron Bergsson og Hákon Harðarson er einnig á meðal keppenda. Aron hefur keppt undir merkjum GKG á Íslandi en hann er búsettur í Svíþjóð og keppir fyrir Hills golfklúbbinn þar í landi. Hann er bróðir Andreu Bergsdóttur sem hefur verið að gera það gott í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu. Hákon hefur keppt undir merkjum GR hér á landi hann er búsettur í Danmörku og leikur fyrir danska golfklúbbinn Royal Golf Klub.  

Eins og áður segir er þetta annað mótið af alls þremur sem fara fram í Póllandi. Fyrsta mótið fór fram dagana 7.-9. apríl, og þriðja mótið fer fram dagana 15.-17. apríl.  Aron Snær Júlíusson náði bestum árangri íslensku kylfingina á fyrsta mótinu þar sem hann endaði í þriðja sæti.

Það er að miklu að keppa á Nordic Golf League. Þeir keppendur sem ná að sigra á þremur mótum á tímabilinu fá keppnisrétt á Challenge Tour – Áskorendamótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Fimm efstu sætin á stigalistanum gefa einnig keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili – en heildarfjöldi kylfinga sem fá keppnisrétt á Challenge mótaröðinni er 5.

Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafa allir farið þessa leið til þess að öðlast keppnisrétt á Challenge Tour. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ