Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús hefur leik í dag, föstudaginn 10. nóvember, á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki – en mótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Alls eru leiknir 6 keppnishringir á sex keppnisdögum. Á lokaúrtökumótinu keppa 156 kylfingar og fá 25 efstu kylfingarnir keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili.

Haraldur Franklín er með Ben Schmid frá Englandi og Bandaríkjamanninum James Nicholas í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Haraldur Franklín og Thomas Strandemo halda samstarfi sínu áfram í þessu móti – en þeir voru saman í skólaliði Louisiana í Bandaríkjunum. Strandemo var kylfuberi fyrir Harald á 2. stigi úrtökumótsins.

Keppnisvellirnir eru á Infinitum golfsvæðinu á Spáni en borgirnar Tarragona og Salou. Haraldur Franklín leikur 1. og 3. hringinn á Lakes vellinum og 2. og 4. hringinn á Hills vellinum.

Að loknum fjórða keppnisdegi komast 72 efstu áfram á síðustu tvo keppnisdagana. Þeir kylfingar sem komast í gegnum niðurskurðinn en ná ekki að vera á meðal 25 efstu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour. Fyrir ári síðan fengu 28 efstu keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu.

Í fyrra var niðurskurðurinn eftir fjórða hring -5 samtals.

Smelltu hér fyrir stöðuna á lokaúrtökumótinu á DP World Tour.

Skorið er uppfært á þriggja holu fresti.

1. keppnisdagur:

Haraldur Franklín byrjaði mótið með glæsilegum hætti. Hann er í efsta sæti þegar þetta er skrifað, á 5 höggum undir pari vallar. Hann lék Lakes völlinn á 66 höggum þar sem hann fékk sex fugla (-1) og einn skolla (+1). Haraldur byrjaði á 10. teig og lék hann fyrri 9 holurnar á -2 og síðari 9 holurnar á -3.

Haraldur Franklín er sjötti kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á lokaúrtökumótið á DP World Tour. Tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu – Birgr Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Í viðtali við RÚV segir Haraldur Franklín að það sé mikið í húfi á þessu móti.

„Ég hef aldrei spilað í lokastiginu áður, þannig að væntingarnar eru bara að halda einbeitingu og einblína bara á sjálfan mig. Það eru mjög margir með í þessu móti og get ekkert verið að pæla í því hvað hinir eru að gera. Ég hef íslenskan sjúkraþjálfara með mér sem kom sérstaklega í þetta mót og það hjálpar mikið. Þetta er mikil keyrsla og bara spennandi.“

Nánar á vef RÚV.

Birgir Leifur hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls 13 sinnum en hann tók 20. sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour.

Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu:

Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1),Björgvin Sigurbergsson (1).

Haraldur Franklín endaði í 7. sæti á 2. stigi úrtökumótsins á Fontanals vellinum við borgina Girona á Spáni. Hann lék frábærlega á tveimur síðustu hringjunum og lék samtals á 7 höggum undir pari vallar. Hann endaði mótið með því að fá örn á lokaholunni – þar sem hann setti boltann ofaní af 122 metra færi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur Franklín kemst inn á lokaúrtökumótið á DP World Tour en þetta var í sjötta sinn sem hann reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Hann hefur ávallt komist inn á 2. stig úrtökumótsins og í ár gerði hann enn betur og komst inn á lokaúrtökumótið.

Haraldur Franklín lék á Challenge Tour mótaröðinni á þessu tímabili en hann náði ekki að komast í hóp 45 efstu á stigalistanum – sem hefði tryggt sæti á lokamótinu þar sem að keppt erum 20 sæti á DP World Tour. Haraldur Franklín er að keppa í sjötta sinn á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Hann fór í gegnum 1. stig úrtökumótsins í október. Haraldur hefur ávallt komist í gegnum 1. stig úrtökumótins þegar hann hefur leikið á því.

Árangur Haralds Franklíns er eftirfarandi á úrtökumótinu fyrir DP World Tour:

2016: Féll úr leik á 2. stigi.
2017: Féll úr leik á 2. stigi.
2018: Féll úr leik á 2. stigi.
2019: Féll úr leik á 2. stigi.
2020: Ekki keppt vegna Covid.
2021: Ekki keppt vegna Covid.
2022: Féll úr leik á 2. stigi.
2023: Komst inn á 3. stigið – lokaúrtökumótið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ