Auglýsing
Fræðslunefnd Golfsambands Íslands og Karl Ómar Karlsson PGA kennari gefa út leiðarvísi í rafrænu formi fyrir golfklúbba.

Leiðarvísirinn hefur þann tilgang að móta stefnu og leggja grunninn að uppbyggingu á kennslu, þjálfun og skipulagi hjá börnum og unglingum í golfklúbbum á Íslandi.

Með því að smella á myndina hér fyrir neðan opnast PDF skjal þar sem hægt er að lesa leiðavísinn og einnig er hægt að prenta verkið út fyrir þá sem það kjósa.

[pull_quote_right]Leiðarvísirinn er ætlaður fyrir þjálfara, iðkendur, foreldra, félagsmenn og stjórnarmenn í golfklúbbum. Hann er mikilvægur fyrir alla til að fá heildarsýn yfir það barna- og unglingastarf sem fram fer í golfklúbbnum. [/pull_quote_right]

Karl Ómar segir m.a. þetta um verkefnið.

„Ljóst er að það er mikill hagur fyrir viðkomandi golfklúbb að marka sér stefnu í barna- og unglingaþjálfun og gera starfið hjá sér markvissara og betra. Miklu máli skiptir að rauður þráður sé í samræmingu á milli aldurshópa þannig að allir sem eru að æfa golf fái kennslu og þjálfun við hæfi. Í þessum leiðarvísi er hægt að sækja sér helstu upplýsingar um mikilvægustu þætti þjálfunar þess aldurshóps sem golfkennarar/þjálfarar starfa með hverju sinni og hvaðaáherslur ætti að hafa í huga þegar starfað er með börnum og unglingum.“

 

Leiðarvísir fyrir golfklúbba.

 

Leiðarvísir fyrir golfklúbba 2016

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ