/

Deildu:

Auglýsing

Korpubikarinn í samvinnu við First Water hefst föstudaginn 31. maí á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er fyrsta mót tímabilsins á GSÍ mótaröðinni og verða leiknar 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur dögum. 

Keppendahópurinn er gríðarlega sterkur, þar sem að fremstu atvinnukylfingar landsins eru á meðal keppenda – ásamt bestu áhugakylfingum Íslands.

Smelltu hér fyrir stöðuna í Korpubikarnum 2024

Smelltu hér fyrir rástímana.

Smelltu hér fyrir myndasafn.

1. keppnisdagur:

Á fyrsta keppnisdegi Korpubikarsins 2024 voru aðstæður mjög erfiðar. Mikil úrkoma og töluverður vindur setti svip sinn á leik keppenda – og aðstæður voru krefjandi, sérstaklega fyrri part dagsins.

Kristófer Karl Karlsson, GM, var eini keppandinn í karlaflokki sem lék undir pari vallar en hann er efstur á 71 höggi eða -1. Fjórir kylfingar eru einu höggi á eftir, á pari vallar, Axel Bóasson, GK, Logi Sigurðsson, GS, Kristján Þór Einarsson, GM og Ólafur Marel Árnason, NK.

Í kvennaflokki er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, með eitt högg í forskot á Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, en þær eru báðar atvinnukylfingar. Guðrún Brá, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á 2 höggum undir pari vallar eða 70 höggum. Ragnhildur, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, lék á 71 höggi eða -1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, er þriðja á 76 höggum eða +4.

Í karlaflokki eru 66 keppendur. Þar er meðalforgjöf keppenda +1.3, lægsta forgjöfin er +6 og hæsta forgjöfin er 1.3. Í karlaflokki eru 43 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf. Meðaldur keppenda í karlaflokki er tæplega 27 ár, elstu keppendurnir eru 55 ára og sá yngsti er 15 ára. 

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda – en þeir hafa leikið á Challenge Tour á þessu tímabili, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel hefur titil að verja á þessu móti en hann er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi. Haraldur Franklín hefur einnig sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Logi Sigurðsson, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er á meðal keppenda og Kristján Þór Einarsson, sem sigrað hefur tvívegis á Íslandsmótinu tekur einnig þátt. 

Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir á meðal keppenda. Þær hafa báðar leikið á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu ári, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Ragnhildur er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi en Guðrún Brá hefur þrívegis fagnað þeim titli.   Meðalforgjöfin í kvennaflokki er 0.2 en alls eru 21 leikmenn í kvennaflokki. Meðalaldurinn er 21 ár, þrír keppendur eru 15 ára og elsti leikmaðurinn er 32 ára.

Keppendur eru alls 87, og koma þeir frá 11 klúbbum víðsvegar af landinu.

GR er með flesta eða 29 alls, GKG og GM eru báðir með 12 keppendur og GK er með 10. Sjö klúbbar eru með keppendur í kvenna -og karlaflokki.

KlúbburKonurKarlarSamtals
1GA134
2GFB011
3GK3710
4GKG3912
5GM5712
6GOS167
7GR72229
8GS145
9GSE011
10GV022
11NK044
NafnKlúbburForgjöfAldur
Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK+5.330
Ragnhildur KristinsdóttirGR+527
Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS+2.224
Saga TraustadóttirGR+1.926
Pamela Ósk HjaltadóttirGM+1.216
Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA+1.222
Berglind BjörnsdóttirGR+0.932
Anna Júlía ÓlafsdóttirGKG+0.924
Auður Bergrún SnorradóttirGM+0.817
Elsa Maren SteinarsdóttirGK0.119
Berglind Erla BaldursdóttirGM0.219
Sara KristinsdóttirGM0.519
Helga Signý PálsdóttirGR118
Fjóla Margrét ViðarsdóttirGS1.417
Karen Lind StefánsdóttirGKG2.318
Heiða Rakel RafnsdóttirGM2.518
Bryndís María RagnarsdóttirGK2.729
Þóra Sigríður SveinsdóttirGR317
Erna Steina EysteinsdóttirGR3.315
Margrét Jóna EysteinsdóttirGR4.315
Eva Fanney MatthíasdóttirGKG4.615
NafnKlúbburForgjöfAldur
Axel BóassonGK+634
Logi SigurðurssonGS+4.822
Dagbjartur SigurbrandssonGR+4.822
Kristján Þór EinarssonGM+4.336
Haraldur Franklín MagnúsGR+3.833
Daníel Ísak SteinarssonGK+3.624
Kristófer Orri ÞórðarsonGKG+3.627
Sigurður Bjarki BlumensteinGR+3.423
Daníel Ingi SigurjónssonGV+3.424
Andri Þór BjörnssonGR+3.333
Aron Snær JúlíussonGKG+3.328
Aron Emil GunnarssonGOS+3.223
Jóhannes GuðmundssonGR+3.126
Böðvar Bragi PálssonGR+3.121
Birgir Björn MagnússonGK+2.727
Hákon Örn MagnússonGR+2.626
Tómas Eiríksson HjaltestedGR+2.522
Arnór Ingi FinnbjörnssonGR+2.435
Arnar Snær HákonarsonGR+1.935
Kristófer Karl KarlssonGM+1.923
Viktor Ingi EinarssonGR+1.824
Sverrir HaraldssonGM+1.824
Ragnar Már GarðarssonGKG+1.729
Sigurbergur SveinssonGV+1.537
Pétur Sigurdór PálssonGOS+1.422
Andri Már ÓskarssonGOS+1.433
Einar Bjarni HelgasonGSE+1.326
Hjalti Hlíðberg JónassonGKG+1.322
Sveinn Andri SigurpálssonGS+1.221
Björn Óskar GuðjónssonGM+1.127
Sigurbjörn ÞorgeirssonGFB+1.153
Arnór Tjörvi ÞórssonGR+1.122
Elvar Már KristinssonGR+124
Hjalti PálmasonGM+155
Breki Gunnarsson ArndalGKG+0.821
Jóhann Frank HalldórssonGR+0.820
Arnar Daði SvavarssonGKG+0.715
Guðmundur Rúnar HallgrímssonGS+0.549
Pétur Þór JaideeGS+0.535
Magnús Yngvi SigsteinssonGKG+0.522
Jón KarlssonGR+0.455
Ólafur Marel ÁrnasonNK+0.422
Björn Viktor ViktorssonGR+0.321
Skúli Gunnar ÁgústssonGK+0.318
Dagur Fannar ÓlafssonGR+0.120
Bjarni Freyr ValgeirssonGR0.123
Andri Már GuðmundssonGM0.223
Kjartan Óskar GuðmundssonNK0.223
Bjarki Snær HalldórssonGK0.222
Sigurþór JónssonGK0.243
Eyþór Hrafnar KetilssonGA0.228
Arnór Daði RafnssonGM0.222
Mikael Máni SigurðssonGA0.721
Tómas Hugi ÁsgeirssonGK0.820
Dagur Snær SigurðssonGR0.926
Páll Birkir ReynissonGR0.924
Óskar Páll ValssonGA0.920
Heiðar Snær BjarnasonGOS120
Máni Páll EiríkssonGOS123
Birkir Blær GíslasonNK1.121
Arnór Ingi HlíðdalGOS1.328
Karl Ottó OlsenGR1.320
Axel ÁsgeirssonGR1.334
Guðmundur Snær ElíassonGKG1.418
Heiðar Steinn GíslasonNK1.418
Óliver Máni SchevingGKG1.522

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ