Auglýsing

Keppni til landsliðssæta kvenna og karla 50+ á árinu 2023 sem keppa undir merkjum EGA er lokið.

Samkvæmt reglugerð þá fær Íslandsmeistari í höggleik í Íslandsmóti eldri kylfinga landsliðssæti ásamt fimm efstu kylfingunum á stigalista Öldungamótaraðarinnar.

Landsliðin keppa á Evrópumóti eldri kylfinga -EGA, 5.-9. september 2023.

Kvennaliðið keppir á Parador de El Saler á Spáni. Nánar hér.

Karlaliðið á Royal Golf Club Mariánské Lázně í Tékklandi. Nánar hér.

Aðeins áhugakylfingar eru með keppnisrétt í þessum landsliðsverkefnum.

Landslið kvenna:

Ásgerður Sverrisdóttir
Ásta Óskarsdóttir
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir
María Málfríður Guðnadóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Þórdís Geirsdóttir

Landslið karla:

Halldór Sævar Birgisson
Halldór Ásgrímur Ingólfsson
Hjalti Pálmason
Ólafur Hreinn Jóhannesson
Sigurbjörn Þorgeirsson
Tryggvi Valtýr Traustason

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ