Auglýsing

Íslensku landsliðskonurnar Andrea Bergsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir eru á meðal keppenda á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Svíþjóð dagana 26.-29. júlí 2023.

Alls eru 144 keppendur sem taka þátt og er keppendahópurinn skipaður bestu leikmönnum Evrópu í flokki áhugamanna.

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur og verða leiknar 72 holur, 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. Niðurskurður er eftir þriðja keppnisdaginn þar sem að 60 efstu keppendurnir komast áfram á lokahringinn.

Mótið fer fram á Tegelberga vellinum á Skáni en völlurinn er rétt við borgina Trelleborg.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Andrea Bergsdóttir hefur leikið fyrir stúlkna – og kvennalandslið Íslands á undanförnum árum. Hún hefur búið í Svíþjóð frá barnsaldri og er í Hills golfklúbbnum. Hún leikur með háskólaliði í Bandaríkjunum.

Perla Sól er ríkjandi Evrópumeistari unglinga 16 ára og yngri, hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni 2023 um s.l. helgi á Hamarsvelli í Borgarnesi og hún er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi.

Andrea og Perla Sól léku æfingahring með ríkjandi Evrópumeistara einstaklinga í dag. Savannah De Bock frá Belgíu sigraði í fyrra.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ