Auglýsing

Evrópumeistaramót 16 ára og yngri 2023, European Young Masters, fer fram á Sedin vellinum í Slóvakíu 27.-29. júlí.

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt. Markús Marelsson, Guðjón Frans Halldórsson, Pamela Ósk Hjaltadóttir og Auður Bergrún Snorradóttir.

Keppnisfyrirkomulag mótsins er höggleikur – leiknir eru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt er í stúlkna – og piltaflokki.

Samhliða fer fram liðakeppni þar sem að þrjú bestu skorin á hverjum keppnishring telja.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ