Auglýsing

Keppni til landsliðssæta kvenna og karla 50+ sem keppa undir merkjum EGA er lokið.

Samkvæmt reglugerð þá fær Íslandsmeistari í höggleik í Íslandsmóti eldri kylfinga landsliðssæti ásamt fimm efstu kylfingunum á stigalista Öldungamótaraðarinnar þar sem árangur 5 bestu mótanna telur (af 6 fyrstu mótunum).

Landsliðin keppa 30. ágúst til 3. september, kvennaliðið í Slóveníu en karlaliðið í Eistlandi.

Landslið kvenna:

Ásgerður Sverrisdóttir
Anna Snædís Sigmarsdóttir
María Málfríður Guðnadóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Þórdís Geirsdóttir

Landslið karla:

Ásgeir Jón Guðbjartsson
Halldór Ásgrímur Ingólfsson
Jón Gunnar Traustason
Ólafur Hreinn Jóhannesson
Sigurbjörn Þorgeirsson
Tryggvi Valtýr Traustason

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ