/

Deildu:

Auglýsing

Sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands voru afhent í fyrsta sinn í dag. Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði fékk þessa viðurkenningu.

Guðbjörg Guðmundsdóttir, formaður Keilis, tók við viðurkenningunni fyrir hönd klúbbsins, á þingi Golfsambands Íslands í dag. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ greindi frá verðlaununum og afhenti viðurkenninguna.

Golfklúbburinn Keilir hefur verið einn af þeim golfklúbbum sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni undanfarna áratugi innan golfhreyfingarinnar. Hugsjónir sem hafa starfsemi klúbbsins er varða sjálfbærni og skynsamleg nýtingu auðlinda. Klúbburinn hefur ávallt sett í forgang og sýnt fram á að sjálfbærni- og umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð í innkaupum og allri starfsemi félagsins.

Á liðnum árum hefur Golfklúbburinn Keilir stigið ýmis framfaraskref í þágu umhverfisverndar og sjálfbærni, sem felur jafnframt í sér aukin gæði og hagræðingu í rekstri. Meðal slíkra verkefna eru samstarf við álverið í Straumsvík til að endurnýta kælivatn, sem klúbburinn notar til vökvunar, og nýting gamalla mannvirkja sem áður tilheyrðu Sædýrasafninu í þágu heilsárs æfingaaðstöðu. Allt er þetta í anda hugmyndafræðinnar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun, sem klúbburinn hefur einsett sér að starfa eftir í framtíðinni.

Í skýrslu úttektaraðila GEO segir að Hvaleyrarvöllur sé skrautfjöður fyrir Hafnarfjarðarbæ, þar sem golfleikurinn sé nýttur sem jákvætt afl í þágu ábyrgrar umgengni um land og iðkaður sem heilsusamleg útivist sem stunda má gegn hóflegu gjaldi. Leikurinn sé þannig aðgengilegur fólki úr öllum áttum og á öllum aldri. „Þessu hefur Golfklúbburinn Keilir áorkað, þökk sé sterkri vitund klúbbsins um sjálfbærni og umhverfismál, sjálfboðavinnu ötulla félagsmanna og hið víðtæka samstarf hans við fyrirtæki og sveitarfélag,“ segir enn fremur í skýrslunni.

Viðurkenningar

GEO – umhverfisvottun frá 2014
Umhverfisverðlaun Hafnarfjarðar árið 2017
Rafvæðing sláttur og týnsla á æfingasvæði
Affallsvatn frá nærliggjandi álveri nýtt
Ábyrg áburðargjöf
Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði 2003
Verðlaun fyrir besta vallarstjóra 3 sinnum
Verðlaun fyrir íþróttakarl/kona Hafnarfjarðar 9 sinnum
World Golf Awards útnefndu Hvaleyrarvöll einnig sem besta golfvöllinnn á Íslandi 2015.
Besti íslenski golfvöllurinn hjá hinu virta golftímariti Golf Digest 2014.
Verðlaun fyrir GSÍ sjálfboðaliða ársins árið 2017

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ