Katlavöllur Húsavík. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Mikil aðsókn var á Katlavelli á Húsavík í sumar hjá Golfklúbbi Húsavíkur. Golfíþróttin hefur verið iðkuð í rúmlega hálfa öld á Húsavík en klúbburinn var stofnaður árið 1967.

Karl H. Sigurðsson varaformaður GH segir að aðsóknin hafi verið það mikil að starfsmenn vallarins áttu í vandræðum með að komast um völlinn með tæki sín og tól á venjulegum dagvinnutíma við umhirðu vallarins.

Slíkt ástand sem kalla má lúxusvandamál hefur ekki verið áður til staðar á Katlavelli.

Félagsmenn í GH eru rétt um 120 og segir Karl að klúbbfélagar eigi enn eftir að tileinka sér þá aðferð að skrá sig í rástíma í gegnum Golfboxkerfið.

„Ég er sjálfur meðsekur og þarf að bæta mig á þessu sviði. Sumarið 2020 var það fyrsta þar sem að rástímaskráning á netinu var í boði á Katlavelli. Aðsóknin var mikil eins og áður segir. Það voru leiknir um 4600 hringir. Félagsmenn í GH eru aðeins lítið brot af gestum vallarins en vel á annað þúsund gestir sem eru í öðrum klúbbum sem komu i heimsókn á Katlavöll. Rétt tæplega 150 gestir voru ekki skráðir í golfklúbb á Íslandi,“ segir Karl H. Sigurðsson.

Katlavöllur Húsavík MyndGH
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ