Sigmundur og Jóhannes með verðlaunagripina. Mynd/SÍGÍ
Auglýsing

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.

SÍGÍ hefur staðið fyrir fræðslufundum, sýningum, golfmótum og heimsóknum jafnt hérlendis sem erlendis. Nýverið fór fram ráðstefna á vegum SÍGÍ í höfuðustöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Að ráðstefnunni lokinni fór fram kvöldverður í golfskála Golfklúbbsins Keilis á Hvaleyrarvelli. Þar var greint frá kjörinu á vallarstjórum ársins 2020 hjá SÍGÍ en kosið er um vallarstjóra á knattspyrnuvöllum og einnig á golfvöllum.

Jóhannes Ármannsson hjá Golfklúbbi Borgarness varð hlutskarpastur í kjörinu hjá golfvallastjórum og Sigmundur Pétur Ástþórsson hjá FH varð efstur hjá vallarstjórum á knattspyrnuvöllum – og er þetta í fjórða sinn sem hann fær þessa viðurkenningu fyrir Kaplakrikavöll.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhannes fær þessa útnefningu. Hamarsvöllur í Borgarnesi hefur verið í umsjón Jóhannesar í mörg ár en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness.

Vallarstjórar ársins frá upphafi hjá SÍGÍ

ÁriðGolfiðKlúbburKnattspyrnanFélag
2020Jóhannes ÁrmannssonBorgarnesSigmundur Pétur ÁstþórssonFH Kaplakrikavöllur
2019Darren FarleyGR GrafarholtSigmundur Pétur ÁstþórssonFH Kaplakrikavöllur
2018Ellert ÞórarinssonBrautarholtMagnús Valur BöðvarssonKópavogsvöllur
2017Bjarni Þór HannessonKeilirKristinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
2016Ellert ÞórarinssonBrautarholtSigmundur Pétur ÁstþórssonFH Kaplakrikavöllur
2015Tryggvi Ölver GunnarssonOddurÞórdís Rakel HansenSelfossvöllur
2014Bjarni HannessonKeilirKrisinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
2013Ágúst JenssonGR KorpaKristinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
2012Daníel HarleyKeilirKristinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
Jóhannes Ármannsson vallarstjóri ársins 2020. Mynd/SÍGÍ
Steindór Kristinsson formaður SÍGÍ og Jóhannes Ármannsson vallarstjóri ársins 2020. Mynd/SÍGÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ