/

Deildu:

Auglýsing

Viðbragðshópur GSÍ fundaði síðdegis í dag, 24. mars, eftir að ríkisstjórnin kynnti ný og strangari sóttvarnatilmæli vegna Covid-19 sem taka gildi 25. mars 2021 og gilda í 3 vikur.  

Í nýju reglunum eru almennar fjöldatakmarkanir miðaðar við 10 manns og ná reglurnar til allra sem fæddir eru 2015 eða fyrr. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. 

Samkvæmt nýju reglunum virðist ljóst að golfklúbbum er gert að loka æfingasvæðum og inniaðstöðu sinni og mælst er til þess að það verði gert. Viðbragðshópurinn bíður eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra verði gefin út og er samhliða því að afla frekari upplýsinga um þau atriði sem snúa að golfiðkun utandyra. 

Hópurinn mun senda frá sér tilkynningu til golfklúbba landsins eins fljótt og unnt er vegna stöðunnar.  

Til upplýsinga:

Reglugerð nr. 321 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar 24.03.2021.

Frétt á heimasíðu Stjórnarráðsins, 24.03.2021.

Minnisblað sóttvarnarlæknis:

Nánari upplýsingar á covid.is:

Hlekkur í minnisblað og reglugerð:

Kveðja viðbragðshópur GSÍ.

Ágúst Jensson
Brynjar Eldon Geirsson
Elsa Valgeirsdóttir
Haukur Örn Birgisson
Hulda Bjarnadóttir
Jón Steindór Árnason
Knútur G. Hauksson
Ólafur Þór Ágústsson
Ómar Örn Friðriksson
Sigurður Elvar Þórólfsson
Sigurður K. Egilsson
Sigurpáll Sveinsson
Þorsteinn G. Gunnarsson
Þorvaldur Þorsteinsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ