Jón Karlsson og Frans Sigurðsson.
Auglýsing

Golfheimur er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ýmsum þáttum sem tengjast golfíþróttinni. Jón Karlsson, PGA golfkennari, og Frans Páll Sigurðsson, eru eigendur fyrirtækisins. Þeir eru með mikla þekkingu og reynslu á leiknum, kennslu og þjálfun í golfíþróttinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfheimur.

Jón Karlsson er menntaður íþróttakennari og lauk SPGA golfkennaranámi frá Svíþjóð árið 2000. Jón hefur starfað sem fararstjóri og golfkennari í tæplega þrjá áratugi. Hann hefur m.a. starfað sem golfkennari í Noregi og á Spáni – og á undanförnum árum hefur Jón m.a. skipulagt fjölmargar hópaferðir erlendis í gegnum fyrirtækið sitt „Leikur að læra“. 

Frans Páll Sigurðsson hefur setið í stjórnum félagasamtaka sem tengjast golfi á Íslandi undanfarin ár.   Frans hefur meðal annars starfað sem leiðsögumaður með ferðahópa og veit því vel hversu mikilvægt gott skipulag þarf að vera til staðar í hópferðum.   Golfkennsla hefur verið áhugamál til fjölda ára og því fer vel saman að skipuleggja saman golf- og kennsluferðir fyrir kylfinga.

Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið hafi ráðið til sín PGA golfkennara og nema sem verða kynntir til sögunnar á næstu misserum auk annarra skemmtilegra námskeiða og golfskóla sem verða í boði í vor og sumar.

Golfheimur mun bjóða upp á golfskóla á Suðurlandi og á Suðurnesjum í samvinnu við Hótel Selfoss og Hótel Keflavík í vor og sumar. Um er að ræða kennslu, þjálfun og fræðslu í þrjá daga, frá föstudegi til sunnudags auk þess sem leikur á velli skipar mikið sess í kennslunni. Hægt verður að velja á milli golfpakka með eða án gistingar og mat og verður dagskrá, dagsetningar og mismunandi golfpakkar kynntir fljótlega á heimasíðu Golfheima á Facebook og á Instagram.

Golfheimar verða einnig með golfkennslu í Básum auk þess að bjóða upp á ýmis námskeið og kennslu við allra hæfi.

Golfheimur og Heimsferðir hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu og eflingu á golfdeild þeirra. Í boði eru spennandi golfáfangastaðir viðsvegar í Evrópu s.s. á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Grikklandi og Tyrklandi. Úrvalið af golfferðum verður fjölbreytt þannig að allir ættu að finna sér og sínum golfferð við hæfi. Kappkostað verður að veita faglega og persónulega þjónustu.

Nánari upplýsingar er að finna á Golfheimur á Facebook og Instagram.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ